Læknablaðið - nov. 2018, Síða 23
LÆKNAblaðið 2018/104 503
og nútímalegri. Lítið fer fyrir áhrifum fjórvessakenningarinnar
í lækningum Íslendingasagna en hún mótar lækningar Hrafns
Sveinbjarnarsonar sem sagt er frá í Sturlungu.
Orsök sjúkdóma
Hvað uppruna sjúkdóma snerti trúðu menn á forlög eða sköp
samanber gamla máltækið: Enginn má sköpum renna. Örlaganorn
irnar þrjár Urður, Verðandi og Skuld skópu og þekktu örlög
hvers og eins. Maðurinn er vanmegna gagnvart örlögum sínum
eins og kemur fram í Grettissögu þegar Ásdís á Bjargi kveður
syni sína í hinsta sinn og segir: „Og má engi renna undan því
sem honum er skapað.“
Sumir sjúkdómar eiga sér yfirnáttúrulega skýringu. Gömlu
goðin birtast í draumi og hóta veikindum eða dauða ef dreym
andinn hlýðir ekki. Fróðárundrin eru augljóslega af völdum Þórs
með öllum sínum fyrirboðum.
Áhrif kristninnar
Með kristnitökunni breytist afstaða manna til sjúkdóma
og lækninga. Kristur er læknir eins og víða kemur fram
í Nýja testamentinu og hans er getið sem læknis í sögun
um. Sjúkdómar og lækningar verða hluti af átökum milli
kristni og heiðni þar sem Kristur hefur venjulega betur.
Gott dæmi um þetta er að finna í Egils þætti SíðuHalls
sonar. Knútur Danakóngur kaupir þjónustu finnsks
galdrakarls til að hefna sín á Ólafi konungi helga. Ekkert
verður af kaupunum. Finninn kastar þá hönskum á skip
konungs og rýkur úr þeim duft. Ekki er að orðlengja það
að sótt mikil kemur upp á skipinu og veikist Egill eins og
aðrir. Hann er dauðvona þegar Ólafur konungur kemur
og leggur hendur á brjóst honum og læknar hann. Þarna
eigast við gömul galdratrú og hin nýja kristna trú sem
sigrar í þessum átökum.
Víða í sögunum er getið um lækningar þar sem
Kristur er með í för. Höfundar sagnanna vilja fullvissa
alþýðu manna um að Kristur sé summus medicus, æðstur
allra lækna, og trúin á hann hafi yfirburði gagnvart öllu
öðru. Gott dæmi er að finna í Eyrbyggju þar sem fjallað
er um lækningar Snorra goða. Í lok Fróðárundra lætur
hann prest veita tíðir, vígja vatn og skrifta mönnum.
Við þetta lýkur hinum eiginlegu veikindum. Snorri er
einungis verkfæri hins raunverulega yfirlæknis, Krists.
Galdur og rúnir
Víða í sögunum er sagt frá sjúkdómum eða böli sem stafaði af
galdrafólki. Þetta fólk var fjölkunnugt og kunni rúnagaldur
sem það beitti til að kalla bölvun yfir ákveðna menn. Þuríður í
Grettissögu magnar galdur með rúnum yfir trjábol nokkurn sem
hún sendi út í Drangey. Grettir hjó í trjádrumbinn en ekki tókst
betur til en svo að öxin hljóp í læri hans og varð úr sár sem dró
hann til bana. Egill Skallagrímsson læknaði unga stúlku sem var
rúmföst í veikindum og óyndi. Hún hafði orðið fyrir rúnagaldri
ungs ástfangins manns sem sendi henni manrúnir. Egill brenndi
sendingu unga mannsins og risti aðrar sem læknuðu stúlkuna.
Þarna má reyndar greina áhrif frá Hippókratesarlæknisfræðinni
þar sem kennt var að með líku skyldi líkt út reka: beita galdri á
galdur. Þegar rætt er um lækningagaldur má nefna hinn svokall
aða lyfstein sem fylgdi mörgum afburðasverðum. Væri einhver
særður svöðusári með viðkomandi sverði mátti nota lyfsteininn
til að lækna sárið. Dæmi um þetta er að finna í Laxdælu. Sverðið
Altaristafla úr Selársdalskirkju í Ketildölum við Arnar-
fjörð, á slóðum Hrafns Sveinbjarnarsonar. Taflan er gerð
úr alabastri, sennilega frá Nottingham á Englandi og mun
vera frá því um 1400. Þjóðminjasafnið varðveitir myndina
og veitti góðfúslegt leyfi fyrir birtingu.