Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 33

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 513 „Margir læknar fara snemma á eftir­ laun. Reyndustu læknarnir hætta störfum því þeir hafa ekki kraft til að halda áfram; hafa misst þrautseigjuna. Kulnun er heimsfaraldur í nútímasamfélögum,“ segir Eidelman og nefnir einnig mikilvægi þess að allt fólk, hvar sem er í heiminum, fái læknisþjónustu. „En til þess að það sé hægt verðum við að hafa fleiri lækna. Við sjáum skort á læknum í þróuðum löndum. Það vantar lækna í Bandaríkjunum, Bretlandi, jafnvel í Þýskalandi þar sem það þekktist ekki áður. Skorturinn hjá þessum stóru, þróuðu ríkjum dregur lækna frá verr stöddum svæðum, sem eykur vandann þar. Víða í Afríkuríkjunum er læknaskortur.“ Eidelman segir að verði komið í veg fyrir skerta starfsorku lækna geti þeir unnið fleiri stundir og þjónað almenningi betur. „Kulnun ýtir undir skort á læknum. Ég vil því líta til framtíðar á þessu ári mínu í embætti og sjá fyrir bæði bestu og verstu mögulegu sviðsmyndina, til þess að geta komið í veg fyrir að fari á versta veg. Til þess að geta brugðist við þessum vanda verðum við að skilja hvert stefnir og hvað getur gerst.“ Þriðji ísraelski formaðurinn Hann svarar því neitandi hvort ekki sé harla óvanalegt að ísraelskur læknir gegni stöðu forseta Alþjóðalæknafélagsins. „Ég er sá þriðji til þess,“ segir hann. „Ekki svo óvanalegt, en þó ekki algengt.“ Spurður hvort viðkvæmt samband Ísraels og Palest­ ínu hafi flækst fyrir honum í kjöri segir hann lækna ekki leysa vanda landanna. Það geri stjórnmálamenn. „Flest fólk styður frið. Spurningin er hvernig við náum friði. Enginn vill hörmungar og sjá fólk drepið. Enginn vill búa við eldflaugaárásir og sprengjur. Níu milljónir búa í Ísrael og 20% ísraelskra ríkisborgara eru arabar. Hlutverk okkar er að sinna þeim sjúklingum sem koma á spítalana. Ekki aðeins þeim aröbum sem eru með ísraelskt vegabréf heldur öllum. Við gerum engan greinarmun á fólki eftir því hvaðan það kemur. Þúsundir íbúa Gaza njóta heilbrigðisþjónustu í Ísrael dag hvern. Jafnvel nú þegar stríð geisar í Sýrlandi höfum við fengið þúsundir þaðan á ísraelsk sjúkrahús. Ísraelskt heilbrigð­ iskerfi er opið öllum sem það sækja og við sinnum hverjum sjúklingi óháð uppruna,“ leggur Eidelman áherslu á. Stóð gegn pyntingum Hann segir frá því þegar palestínskir fangar fóru í hungurverkfall og hæstiréttur Ísraels heimilaði árið 2016 að næring yrði þvinguð ofan í þá. Rökin voru þau að inngripið væri réttlætanlegt til að halda þeim á lífi. Hann hafi mót­ mælt því í hæstarétti fyrir hönd ísraelska læknafélagsins. Þau hafi talið aðferðina til pyntinga og hvatt ísraelska lækna til að taka ekki þátt í slíku. „Enginn dó og enginn var píndur til þess að borða,“ segir Eidelman og áréttar þar með að læknar verði að standa fastir á siðferðisvitund sinni. „Við búum við þennan raunveruleika alla daga. Við meg­ um aldrei gefa afslátt af gildum okkar og siðferðisvitund. Læknar eru skyldugir til þess hvar í heimi sem þeir búa.“ Hann segir að þótt aðstæður séu mjög flóknar standi ísraelskir læknar styrkum fótum. „Við vitum um dæmi þar sem sjálfsmorðsárásarmaður fékk hágæða læknaþjónustu hjá okkur. Jafn­ vel þótt læknarnir hafi misst börn sín í hryðjuverkaárásum gerðu þeir að sárum hryðjuverkamannsins eftir sinni bestu þekkingu.“ Eidelman stýrir nú starfi félagsins gegn kulnun lækna sem hann segir brýnt að koma í veg fyrir vegna læknaskorts í heiminum. Blóðugt sé að missa reyndustu læknana úr stéttinni.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.