Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2018, Side 35

Læknablaðið - nov. 2018, Side 35
LÆKNAblaðið 2018/104 515 58.aðalfundur Alþjóðalækna-félagsins þar sem hátt í 60 læknafélög áttu fulltrúa. „Við Íslendingar höfum enga stefnu mótun um líknarmeðferð,“ segir Arna Einars­ dóttir læknir sem hélt erindi á öðrum degi siðfræðiráðstefnunnar samhliða aðalfundi Alþjóðalæknafélagsins. Umræðuefnið var siðfræði líknarmeðferðar og mikilvægi samtalsins um meðferðarmarkmið. Auk Örnu töluðu Kirsty Boyd, Joseph Heyman, Cecil Wilson og Chukwuma C. Oraegbun­ an. „Það starf sem hefur verið unnið er í raun grasrótarstarf og miðað við það erum við komin ótrúlega langt. Okkur finnst hins vegar vanta stefnumótun frá yfirvöld­ um; þjóðaráætlun sem er nauðsynlegt,“ segir Arna í samtali við Læknablaðið. Gera þyrfti greinarmun á sérhæfðri líknar­ meðferð, sem veitt er fyrir allra erfiðustu tilfellin, og svo almennri líknarmeðferð sem eigi að vera á færi allra heilbrigðis­ starfsmanna. „Allir læknar ættu að hafa vald á almennri líknarmeðferð og erlendis er þróunin í þessa átt, að færa hana út í heilsugæsluna og tryggja einnig þannig að einstaklingar sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma fái þjónustuna þar sem þeir búa.“ Arna segir að áður hafi líknarmeðferð eingöngu verið hugsuð sem lífslokameð­ ferð. „En nú horfum við til þess að veita líknarmeðferð um leið og fólk greinist með alvarlega, lífsógnandi sjúkdóma og veitum þá meðferð samhliða öðrum, lífslengjandi með­ ferðum eins og til að mynda krabba­ meinslyfjameðferð. Við fylgjum þessum sjúklingum til lengri tíma, því eins og við vitum lifa sjúklingar orðið lengur með sjúkdóma sína og einkenni þeirra,“ segir hún. „Krabbameins­ sjúklingar hafa hingað til verið stærsti hópurinn, en staðreyndin er sú að mun fleiri þurfa á slíkri meðferð að halda. Til að mynda þeir sem glíma við langvinna hjartasjúkdóma og lungnasjúk­ dóma. Það er því augljóst að sérfræðingar í líknarmeðferð munu ekki geta sinnt öllum þessum sjúklingum,“ segir Arna. Spurð hvort hún sjái fram á slíka þjóð­ aráætlun, svarar hún játandi. „Það þarf eingöngu að setjast niður og vinna hana.“ Arna segir okkur Íslendinga standa frekar framarlega þegar komi að sérhæfðri líknarmeðferð. „Við þurfum hins vegar að breiða út mikilvægi þess að tala við sjúklinga um meðferðarmarkmið. Við eigum mjög langt í land þar. Þjálfa þarf heilbrigðisstarfsfólk til að ræða þetta og við þurfum auk þess að sjá samfélagsvit­ undarvakningu. Við þurfum að þora að tala um veikindi og dauða,“ segir hún. „Samtalið verður alltaf erfitt, það fer ekki frá okkur, en það er margrannsakað að það bætir lífsgæði, sjúklingnum og fjöl­ skyldunni líður betur. Auk þess sem það kemur í veg fyrir óþarfa inngrip og sjúkra­ húsinnlagnir. Ég tel samtalið því vera sið­ ferðilega skyldu okkar lækna.“ Kallar eftir stefnumótun fyrir almenna líknarmeðferð Arna Einarsdóttir segir lækna oft óttast erfið samtöl en öllum líði betur þegar meðferðarmarkmið hafi verið rædd ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Arna Dögg Einarsdóttir læknir á líknardeild í pontu á siðfræðiþinginu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.