Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2018, Side 48

Læknablaðið - nov. 2018, Side 48
528 LÆKNAblaðið 2018/104 Þrír nýir doktorar í læknisfræði frá HÍ EIRÍKUR BRIEM varði doktorsritgerð sína í líf­ og læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands 3. júlí. Ritgerðin heitir: Hlutverk microRNA í formgerð brjóstkirtils og bandvefsumbreytingu þekjuvefjar. Andmælendur voru James B. Lorens, prófessor við háskólann í Bergen, og Zophonías Oddur Jónsson, prófessor í sameindaerfðafræði við líf­ og umhverfis­ vísindadeild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Þórarinn Guðjónsson, prófessor við lækna­ deild Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi var Magnús Karl Magnússon, prófessor við sömu deild. Auk þeirra sátu í dokt­ orsnefnd Erna Magnúsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og Þórunn Rafnar, yfirmaður krabbameins­ rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ágrip af rannsókn Brjóstakrabbamein á upptök í þekjufrum­ um í endum greinóttra kirtilganga. Í æxlis­ vexti nýta krabbameinsfrumur sér ferli sem kallast bandvefsumbreyting þekju­ vefjar (EMT) til að skríða í gegnum band­ vef í átt að sogæðum og eða háræðum sem þær nýta sér til meinvarpamyndunar til annarra líffæra. Aukinn skilningur á ferlum sem stýra greinóttri formgerð og EMT er mikilvægur þar sem sú vitneskja getur varpað ljósi á fyrstu skref í myndun brjóstakrabbameina. Í verkefninu var not­ ast við brjóstastofnfrumulínuna D492 sem myndar kirtilganga og kirtilber í þrívíðri frumurækt. Þegar D492 er ræktuð í þrí­ víðri samrækt með æðaþelsfrumum eykst geta hennar til greinóttrar formmyndunar og EMT. D492M frumulínan er komin frá D492 í gegnum EMT. Í doktorsverkefninu var genatjáningarmynstur D492 og D492M í myndun greinóttrar formgerðar og EMT rannsakað. Doktorsefnið Eiríkur Briem (1979) lauk B.Sc.­prófi í líf­ fræði frá Háskóla Íslands 2002 og MS­prófi í líf­ og matvælatækni frá Háskólanum í Lundi 2005. Hann var rannsóknarstofu­ stjóri hjá Johns Hopkins University og vann að uppbyggingu rannsóknarstofu í raðgreiningar­ og örflögutækni. Eiríkur er deildarstjóri erfða­ og sameindalæknis­ fræðideildar á Landspítala. AMARANTA Ú. ARMESTO JIMENEZ varði doktorsritgerð sína í líf­ og lækna­ vísindum við læknadeild Háskóla Íslands 17. ágúst. Ritgerðin heitir: Hlutverk erfða- breytileika í stjórnsvæði MUC5B gensins og áhrif hans á lungnatrefjun. Andmælendur voru Gisli Jenkins, prófessor við University of Nottingham, Englandi, og Guðmundur Hrafn Guð­ mundsson, prófessor við Háskóla Íslands. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd Eiríkur Steingrímsson prófessor, Gunnar Guðmundsson prófess­ or, Erna Magnúsdóttir dósent og Þórarinn Guðjónsson prófessor, öll við læknadeild. Ágrip af rannsókn Lungnatrefjun af óþekktum uppruna er alvarlegur og ólæknandi sjúkdómur. Lifun eftir greiningu er um 3­5 ár og eina lækn­ andi meðferðin er lungnaígræðsla, sem ekki allir þola. Nýverið hafa komið fram lyf á borð við pirferidone og nintedanib sem hafa náð að hægja á framgangi sjúk­ dómsins með því að hamla boðferla sem leiða til trefjunar. Þó er það þannig að IPF greinist oftast seint í sjúkdómsferlinu þannig að líkur á læknandi meðferð eru minni. Því er afar mikilvægt að uppgötva nýja áhættuþætti sjúkdómsins sem hægt er að nota til greiningar fyrr í ferlinu. Nýleg erfðamengis­tengslagreining á IPF sjúklingum samanborið við heilbrigða einstaklinga leiddi í ljós að einbasa­ breytileiki (G­T) (rs35705950) í stýrisvæði MUC5B­gensins var til staðar í 45% IPF­ sjúklinga samanborið við 11% heilbrigðra. Þessi breytileiki er í dag stærsti þekkti áhættuþáttur fyrir IPF. G­T breytingin hefur einnig verið tengd við snemm­ komna trefjun í lungum, sem bendir til tengsla stökkbreytinga í MUC5B og lungnatrefjunar. Fram til þessa hefur ekki verið ljóst hvernig þessi einbasabreytileiki hefur þessi áhrif. Í þessu verkefni eru sameindalíffræðilegar afleiðingar stökk­ breytingarinnar á tjáningarstjórn MUC5B í þekjufrumum lungna útskýrðar, en meðal annars er notast við CRISPR­Cas9 erfða­ breytingaraðferðina. Doktorsefnið Amaranta Úrsula Armesto Jiménez (1989) lauk BSc­gráðu í líftækni 2012 frá Pablo de Olavidade University (UPO) í Sevilla og lauk meistaragráðu í þýðingarrann­ sóknum í lífeindafræði við háskólann í Cordoba 2013. Amaranta vann að doktors­ verkefni sínu við Lífvísindasetur. Frá doktorsvörn Eiríks Briem, frá vinstri: Þórarinn Guðjónsson, James B. Lorens, Eiríkur, Zophonías Oddur Jónsson og Engilbert Sigurðsson. Mynd/Árni Sæberg.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.