Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 4

Læknablaðið - nov. 2019, Side 4
483 Högni Óskarsson, Kristinn Tómasson, Sigurður Páll Pálsson, Helgi Tómasson Efnahagskreppur og tíðni sjálfsvíga á Íslandi 1911-2017 Sjálfsvíg eru í 16. sæti yfir dánarorsakir í veröldinni. Beinar orsakir eru ekki alltaf þekkt- ar, en tengjast oft þunglyndi og ytri áföllum. Dregið hefur úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu undanfarna áratugi. Samkvæmt niðurstöðunum er ekki samband milli sjálfsvígstíðni og sveiflna í efnahagslífi Íslands. 491 Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir, Brynjólfur Gauti Jónsson, Thor Aspelund, Gunnar Guðmundsson, Janus Guðlaugsson Áhrif hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun Dánartíðni einstaklinga með hjartabilun er há þrátt fyrir læknisfræðilegar framfarir síðustu áratuga. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif þjálfunar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun og vísbendingar eru um tengsl þjálfunar við færri endurinnlagnir á sjúkrahús og lægri dánartíðni. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á hjartaendurhæfing að vera hluti af meðferð einstaklinga með hjartabilun. Áhrif hjartaendurhæfingar felast í því að líkamleg, andleg og félagsleg færni eykst sem jafnframt stuðlar að því að fólk komist til vinnu á ný. 499 Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson, Ólafur Björnsson, Gunnar Guðmundsson Hæðarveiki og tengdir sjúkdómar Háfjallaveiki er algengt vandamál. Rannsóknir tengdar ferðamönnum í Klettafjöllum N-Ameríku hafa sýnt að 22% ferðamanna sem náðu 2500-2900 metra hæð fundu fyrir ein- kennum og var tíðnin 42% þegar komið var yfir 3000 m hæð. Svipuðum niðurstöðum hef- ur verið lýst hjá göngufólki í Ölpunum og Nepal, eða 10-40% einstaklinga sem náðu 3000 m og 40-60% hjá þeim sem komust upp í 4000-5000 m. Háfjallaveiki verður ekki vart undir 2500 metra hæð og því gætir hennar ekki hjá heilbrigðum einstaklingum á íslenskum fjöllum. Sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma er þó hættara við að fá einkenni hæðar- veiki í lægri hæð en öðrum. 476 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 11. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 479 Magnús Karl Magnússon Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefn- ismagni. 481 Óttar Guðmundsson Eina raunverulega vandamál heimspek- innar? Bæði sjálfsvíg og efnahags- kreppur eru flókin fyrirbæri þar sem margir þættir rekast hver á annars horn. Hrunið hafði reyndar líka fyrirbyggj- andi áhrif vegna aukinnar samheldni þjóðarinnar í þessu sameiginlega skipbroti. z L E I Ð A R A R Everest Gunnar Guðmundsson lungnalæknir tók þessa mynd af hæsta fjalli heims, Everest í Himalaja- fjöllum í Nepal (8848 m), frá grunnbúðum fjallsins (5340 m). Gunnar er einn höfunda yfirlitsgrein- ar um hæðarveiki sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins. Hann varð hvorki hæðarveikur né tók lyf enda aðlagaði hann sig að hæðinni sam- kvæmt leiðbeiningum sem fram koma í greininni. Tíu Íslendingar hafa komist á tind Everest en Gunnar lét grunnbúðir nægja í þetta sinn. Mynd GG (október 2019).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.