Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 11

Læknablaðið - nov. 2019, Side 11
LÆKNAblaðið 2019/105 483 R A N N S Ó K N Inngangur Sjálfsvíg eru í 16. sæti yfir dánarorsakir í veröldinni.1 Á heims- vísu er tíðni sjálfsvíga 11,4/100.000, hæst í aldurshópnum 15-29 ára. Beinar orsakir eru ekki alltaf þekktar, en helstu áhættuþættir eru þunglyndi, fíknsjúkdómar og áföll. Kynjahlutfallið er 3:1, körlum í óhag, áhætta er mest hjá körlum yfir sjötugt.2 Á Norðurlöndunum er tíðni hæst meðal Finna, 23,5/100.000, síðan kemur Svíþjóð með 16,0, en Noregur, Ísland og Danmörk eru með lægstu tíðnina, 13,5- 14,7/100.000. Þessar tölur er reiknaðar út frá íbúafjölda 15 ára og eldri.3 Í yfirlitsgrein Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) kemur fram að dregið hefur úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu undanfarna tvo áratugi. Um 1990 var tíðni 15/100.000, en 25 árum seinna um 10/100.000.4 Bandaríkin skera sig þó úr, en þar hefur sjálfsvígum fjölgað um 30% frá aldamótum.5 Hafa ber í huga í samanburði milli einstakra landa að margir menningartengdir skekkjuvaldar geta haft áhrif á skráningu gagna og þar með torveldað saman- burð. Áhugavert er að vísa til framtíðarspár WHO um þróun sjálfs- víga.6 Höfundar spáðu fyrir um 40% fjölgun sjálfsvíga frá 1995 til 2020. Sú spá hefur ekki ræst enda aðferðafræðilegir gallar í spánni. Í viðamikilli samantekt um áhrif efnahagshrunsins á heims- vísu eru borin saman árin 2000-2007 annars vegar og hins vegar árið 2009.7 Helstu niðurstöður voru að aukning sjálfsvíga árið 2009 var að finna meðal karlmanna. Taka ber fram að ekki var að finna aukningu sjálfsvíga í öllum þeim löndum sem rannsóknin náði til. Vísbendingar eru um meiri aukningu í löndum með lítið atvinnu- leysi fyrir hrun en í þeim löndum þar sem hátt stig atvinnuleysis Efnahagskreppur og tíðni sjálfsvíga á Íslandi 1911-2017 Á G R I P INNGANGUR Sjálfsvíg eru í 16. sæti yfir dánarorsakir í veröldinni. Beinar orsakir eru ekki alltaf þekktar, en tengjast oft þunglyndi og ytri áföllum. Dregið hefur úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu undanfarna áratugi. Efnahagshrunið 2008 jók víða tíðni sjálfsvíga. Margir skekkjuvaldar hafa áhrif á samanburð milli landa. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif efnahagskreppna á sjálfsvíg á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Stuðst er við sjálfsvígstölur frá 1911 til 2017 og möguleg áhrif 6 efnahagskreppna á tíðni sjálfsvíga. Ísland hefur farið í gegnum 6 efnahagskreppur: 1918, 1931, 1948, 1968, 1991 og 2008. Reiknað er nýgengi 5 og 10 ár fyrir og eftir upphafsár hverrar kreppu. Til að reikna áhrif kreppna á öllu tímabilinu er stuðst við Poisson- líkan fyrir talningargögn. Tekið er tillit til þess að breytileiki geti verið umfram það sem Poisson-líkanið segir til um og er því umframdreifni metin. Þróun breytileika yfir tímabili er lýst með uppsafnaðri summu staðlaðra kvaðratfrávika (CUSUMSQ). NIÐURSTÖÐUR Tíðni sjálfsvíga jókst fram eftir síðustu öld en tók að lækka um 1990. Miklar sveiflur eru í tíðni, þó reiknuð séu meðaltöl 5 ára tímabila. Aukningu sjálfsvíga má sjá 1931 og 1948, litlar breytingar 1968 og 2008, og lækkun 1918 og 1991. Uppsveiflur koma líka utan krepputímabilanna. Sveiflur á tímabilinu eru í samræmi við það sem vænta má samkvæmt Poisson-líkani. ÁLYKTUN Samkvæmt niðurstöðunum er ekki samband milli sjálfsvígstíðni og sveiflna í efnahagslífi Íslands, samanber tölfræðilegar niðurstöður. Þess ber að geta að niðurstaðan byggir á tíðni þjóðar og útilokar ekki að efnahagsleg áföll hafi áhrif á einstaklinga. Högni Óskarsson læknir1 Kristinn Tómasson læknir2 Sigurður Páll Pálsson læknir3 Helgi Tómasson tölfræðingur4 1Humus ehf., 2Lækning, 3réttar- og öryggisdeild geðsviðs Landspítala, 4hagfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Högni Óskarsson, hogni@humus.is hefur verið til lengri tíma. Í Bandaríkjunum verður breyting eftir efnahagshrunið 2008 til aukningar á sjálfsvígum í samfélögum utan stærri borga, sem hafa verið viðkvæm fyrir efnahagssveifl- um.8 Greina má ýmsa áhættuþætti fyrir aukningu sjálfsvíga. Norström og Grönqvist gerðu úttekt á tengslum atvinnuleysis og sjálfsvíga í 30 löndum á árabilinu 1960-2012.9 Var löndunum skipt niður í 5 flokka eftir því hversu sterk velferðarkerfi landanna eru, sérstaklega þegar kemur að stuðningi við atvinnulausa. Slíkur stuðningur er minnstur í Austur- og Suður-Evrópu. Reyndust áhrif atvinnuleysis í kreppunni í og eftir 2008 vera mun meiri þar. Norðurlöndin, utan Íslands, komu best út. Rannsókn á Spáni dró fram sterkar vísbendingar um tengsl atvinnuleysis og sjálfsvíga,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.