Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2019, Page 36

Læknablaðið - Nov 2019, Page 36
508 LÆKNAblaðið 2019/105 Læknaneminn þekkir Læknanemann Skrif í blað læknanema oft fyrsti vísir að vísindastarfi þeirra „Við vinnum að blaðinu í heilt ár og því er mikið fagnaðarefni að sjá það útgefið,“ segir Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem situr í mannmargri ritstjórn Læknanemans. 70. árgangur tímarits þeirra, Læknanem - inn, kom út nú í október. Blaðið telst til fimm stiga vísindatímarits í ár líkt og undanfarin sjö ár. Höfundar ritrýndra greina fá því akademísk stig fyrir skrif sín. Nemarnir gripu til þess ráðs í ár að dreifa blaðinu sjálfir til að spara sendingarkostnað. Það gerðu nemar á 4. ári og rann ágóðinn til útskriftarferðar þeirra. Ritstjórnin hjálpaði til við útburðinn. „Mér fannst huggulegt að bera blaðið út. Var með gott podcast í eyrunum og laumaði blaði í lúgu,“ segir Helga Margrét. Mikil vinna liggi að baki. „En þegar allir leggjast á eitt verður verkið léttara. Það munar um hverja einustu hönd. Það vilja allir Lækna- nemanum vel.“ Mikið sé um viðeigandi fræðslu í blaðinu fyrir læknanema. „Við vitum best hverju ber að impra á. Það er alltaf stemning fyrir blaðinu og að fara yfir hvað hefur gerst í hverju aðildarfélagi. Það skiptir máli,“ segir hún en með skrifum í blaðið stígi margir sín fyrstu skref á vísindaferli sínum. Alls eru 233 skráðir í Félag læknanema. GAG Læknanemar lögðust á eitt við að merkja og pakka nýútgefnum Læknanemanum svo spenntir læknar og læknanemar fái eintakið sitt fljótt. Hér eru Hlíf Samúelsdóttir, á 4. ári, og svo þau Alda Kristín Guðbjörnsdóttir og Helga Margrét Þor- steinsdóttir, í efri röð, Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson og Birna Brynjarsdóttir, sem öll eru á 6. ári og í ritnefndinni. Einnig eru í ritnefndinni: Arnar Snær Ágústsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Andrea Björg Jónsdóttir og Guðrún Margrét Viðarsdóttir. Blaðið er prentað í Prenttækni rétt eins og Læknablaðið. Mynd/Prenttækni Landspítali sker niður vegna launanna Segja öryggi sjúklinga ógnað Öryggi sjúklinga er ógnað á Landspít- ala vegna manneklu, sagði Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans í fréttum RÚV þann 21. október. Landspítali hefur boðað skipulags- breytingar vegna vanreiknaðs launa- kostnaðar vegna launahækkana sem nemur um milljarði á ári og tekur vakta- álagsauka af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Marta segir það jafngilda 5 prósenta launalæknnun. Hjúkrunar- fræðingar hugsi sér til hreyfings. Svandís Svavarsdótt- ir, heilbrigðisráðherra sagði í sjónvarpsfréttum 20. október að launa- hækkanir hafi ekki verið bættar, enginn hafi hugs- að sér að launahækkanir til heilbrigðisstétta ætti að koma niður á þjónustunni. Ebba Margrét Magnúsdóttir, for- maður læknaráðs spítalans, sagði þá einnig að ekki ætti að mæta halla- rekstri spítalans með niðurskurði eða skipulagsbreytingum. Nú verði að gefa í en ekki draga saman seglin á spítal- anum. Augnlæknir yfir frímúrurum Kristján Þórðarson augnlæknir hefur tekið við sem stórmeistari Frímúrara- reglunnar á Íslandi. Hann tók við stöðunni af Val Valssyni, fyrrverandi bankastjóra, sem var stórmeistari Frímúrarareglunnar frá árinu 2007. Kristján hefur síðustu ár verið kanslari reglunnar. Landlæknir á Höfðatorg Landlæknir flytur með starfsemi emb- ættisins á Höfðatorg í Katrínartúni í nóvember. Embættið verður á 6. hæð. Það leigir húsnæðið af Regin fasteigna- félagi. Húsnæðið er 1500 fermetrar en um 80 starfa hjá embættinu. F R É T T A S Í Ð A N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.