Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 36

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 36
508 LÆKNAblaðið 2019/105 Læknaneminn þekkir Læknanemann Skrif í blað læknanema oft fyrsti vísir að vísindastarfi þeirra „Við vinnum að blaðinu í heilt ár og því er mikið fagnaðarefni að sjá það útgefið,“ segir Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem situr í mannmargri ritstjórn Læknanemans. 70. árgangur tímarits þeirra, Læknanem - inn, kom út nú í október. Blaðið telst til fimm stiga vísindatímarits í ár líkt og undanfarin sjö ár. Höfundar ritrýndra greina fá því akademísk stig fyrir skrif sín. Nemarnir gripu til þess ráðs í ár að dreifa blaðinu sjálfir til að spara sendingarkostnað. Það gerðu nemar á 4. ári og rann ágóðinn til útskriftarferðar þeirra. Ritstjórnin hjálpaði til við útburðinn. „Mér fannst huggulegt að bera blaðið út. Var með gott podcast í eyrunum og laumaði blaði í lúgu,“ segir Helga Margrét. Mikil vinna liggi að baki. „En þegar allir leggjast á eitt verður verkið léttara. Það munar um hverja einustu hönd. Það vilja allir Lækna- nemanum vel.“ Mikið sé um viðeigandi fræðslu í blaðinu fyrir læknanema. „Við vitum best hverju ber að impra á. Það er alltaf stemning fyrir blaðinu og að fara yfir hvað hefur gerst í hverju aðildarfélagi. Það skiptir máli,“ segir hún en með skrifum í blaðið stígi margir sín fyrstu skref á vísindaferli sínum. Alls eru 233 skráðir í Félag læknanema. GAG Læknanemar lögðust á eitt við að merkja og pakka nýútgefnum Læknanemanum svo spenntir læknar og læknanemar fái eintakið sitt fljótt. Hér eru Hlíf Samúelsdóttir, á 4. ári, og svo þau Alda Kristín Guðbjörnsdóttir og Helga Margrét Þor- steinsdóttir, í efri röð, Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson og Birna Brynjarsdóttir, sem öll eru á 6. ári og í ritnefndinni. Einnig eru í ritnefndinni: Arnar Snær Ágústsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Andrea Björg Jónsdóttir og Guðrún Margrét Viðarsdóttir. Blaðið er prentað í Prenttækni rétt eins og Læknablaðið. Mynd/Prenttækni Landspítali sker niður vegna launanna Segja öryggi sjúklinga ógnað Öryggi sjúklinga er ógnað á Landspít- ala vegna manneklu, sagði Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans í fréttum RÚV þann 21. október. Landspítali hefur boðað skipulags- breytingar vegna vanreiknaðs launa- kostnaðar vegna launahækkana sem nemur um milljarði á ári og tekur vakta- álagsauka af hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Marta segir það jafngilda 5 prósenta launalæknnun. Hjúkrunar- fræðingar hugsi sér til hreyfings. Svandís Svavarsdótt- ir, heilbrigðisráðherra sagði í sjónvarpsfréttum 20. október að launa- hækkanir hafi ekki verið bættar, enginn hafi hugs- að sér að launahækkanir til heilbrigðisstétta ætti að koma niður á þjónustunni. Ebba Margrét Magnúsdóttir, for- maður læknaráðs spítalans, sagði þá einnig að ekki ætti að mæta halla- rekstri spítalans með niðurskurði eða skipulagsbreytingum. Nú verði að gefa í en ekki draga saman seglin á spítal- anum. Augnlæknir yfir frímúrurum Kristján Þórðarson augnlæknir hefur tekið við sem stórmeistari Frímúrara- reglunnar á Íslandi. Hann tók við stöðunni af Val Valssyni, fyrrverandi bankastjóra, sem var stórmeistari Frímúrarareglunnar frá árinu 2007. Kristján hefur síðustu ár verið kanslari reglunnar. Landlæknir á Höfðatorg Landlæknir flytur með starfsemi emb- ættisins á Höfðatorg í Katrínartúni í nóvember. Embættið verður á 6. hæð. Það leigir húsnæðið af Regin fasteigna- félagi. Húsnæðið er 1500 fermetrar en um 80 starfa hjá embættinu. F R É T T A S Í Ð A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.