Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 37

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 37
LÆKNAblaðið 2019/105 509 „Þetta er fyrst og fremst aðgengis- spursmál; að hafa sem flestar leiðir opnar svo að karlar leiti síður á svarta markaðinn,“ segir Ingunn Björns- dóttir, dósent við lyfjafræðideild Óslóarháskóla og fyrrum varafor- maður Lyfjafræðingafélags Íslands. „Viagra getur haft aukaverkanir og milliverkað við önnur lyf – en falsað Viagra getur í versta falli drepið,“ bendir hún á. Í norska læknablaðinu Tidsskriftet bendir Ragnhild Ørstavik aðstoðarrit- stjóri á að í stað þess að rétta körlun- um Viagra yfir búðarborðið hefði þurft að skoða hvaða ástæður séu að baki stinningarvandanum. Talið sé að 20-40% miðaldra karla glími við þann vanda og rótin sé misjöfn. Ørstavik bendir á að konur séu vanar því að láta skoða æxlunarfæri sín. Alls 214.245 sinnum hafi konur haft samráð við heimilislækna í Nor- egi varðandi greiningu á „kviðarholi kvenna“ en enginn af 20 aðalflokk- unum í hagskýrslum Noregs nái til kynfæra karla. Ingunn bendir á að í norskum apótekum sé, ólíkt hér á landi, einnig hægt að fá bólusetningar fyrir ferða- lög og flensu hjá lyfjafræðingi. Þá megi selja neyðargetnaðarvörn utan apóteka, þótt dæmi þess séu fá ef nokkur. „Íslensk yfirvöld mættu gjarnan feta í fótspor þeirra norsku með það sem góð reynsla er af. Enn er ekki komin reynsla á sölu apóteka á Vi- agra, en þar sem norsku apótekin hafa hingað til uppfyllt væntingar yfir- valda þegar kemur að astmalyfjaleið- beiningum, hjartalyfjaleiðbeiningum og bólusetningum fyrir flensufaraldri þykir mér líklegt að einnig takist vel til með Viagra.“ segir hún. Í grein Ørstavik kemur fram að árið 2018 hafi meira en 6 milljónir meðferðarskammta verið seldir til rúmlega 107.000 notenda fyrir rúm- lega 180 milljónir norskra króna, eða 2,55 milljarða íslenskra króna, í Noregi. Samkvæmt upplýsingum Lyfjastofnunar voru skammtarnir 388.676 hér á landi fyrir rétt tæpa 51 milljón króna. Það gerir rétt rúma eina töflu á hvert einasta mannsbarn þessa lands, börn, konur og karla. Ørstavik bendir á að gríðarlegur ágóði sé af sölu falsaðra stinningar- lyfja en hagnaðurinn sé um 2000 sinnum hærri en fyrir kókaín. Á sama tíma séu viðurlög lítil við því að selja fölsuð lyf. Í alþjóðlegri herferð á síð- asta ári hafi 37% lyfjanna sem lagt var hald á í Noregi verið seld sem lyf við ristruflunum. Ingunn segir, spurð hvort and- staða við tilfærslu lyfjauppáskrifta frá læknum til lyfja fræðinga sé mikil í Noregi, viðhorfið helst það að telja að „næg armæða sé fyrir allar heil- brigðisstéttir“ eða eins og Norðmenn orði það: „der er armod nok til alle“. Menn þurfi því ekki að togast á um sjúklingana. Þeir geti þess í stað veitt þeim sem besta þjónustu. Það sé markmiðið. GAG Jafnlaunavottunin á Landspítala mistök „Það eru alvarleg mistök að halda áfram með starfs- matskerfið til jafnlaunavottunar sem Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri vinna að. Kerfið er ónothæft og fangar hvorki eðli né inntak læknastarfsins,“ sagði Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í forsíðufrétt Fréttablaðsins mánudaginn 7. október. Fá Viagra án lyfseðils í Noregi Norskur læknir bendir á að tækifæri til lækninga fari forgörðum. Karlar eldri en 18 ára munu geta keypt stinningarlyfið Viagra án lyfseðils í apótekum í Noregi frá næsta ári. Verðandi mæður sleppi snusi á meðgöngu Börn eru líklegri til að fá hærri blóðþrýsting eftir 6 ára aldur ef móðir þeirra notaði sænsku snus tóbaksvöruna á meðgöngu. Þetta er samkvæmt nýrri rannsókn Feliciu Nordenstam við Karólínska sjúkrahúsið sem birt hefur verið í bandaríska hjartatímaritinu Journal of American Heart Association. Rannsókn hennar sýndi að börnin höfðu 4,2 mmHg hærri slagbilsþrýsting en börn mæðra sem ekki not- uðu snus, samkvæmt vef Karólínska sjúkrahússins. 40 börn hafi komið að rannsókninni. Ingunn Björnsdóttir, dósent við lyfjadeild Óslóarháskóla. Mynd/aðsend. F R É T T A S Í Ð A N Heimild: Ørstavik R. Fordi det er flaut? Tidsskr Nor Lægeforen 2019; 139: 1221.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.