Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 47

Læknablaðið - nov. 2019, Side 47
LÆKNAblaðið 2019/105 519 Læknar með metfjölda ályktana á aðalfundinum Aðalfundur Læknafélags Íslands tók afstöðu til 26 álykt- ana á fundinum, sem er metfjöldi. Hér er tæpt á þeim helstu og hægt að kynna sér efni þeirra á lis.is. • Nauðsynlegt er að bregðast tafarlaust við alvarlegum mönnunarvanda sem ríkir í heilsugæslu í dreifbýli. • Mikilvægt er að kröfur til nýrra stjórnenda á Landspít- ala sé yfirgripsmikil reynsla og þekking á viðkomandi klínísku sviði og eðlilegt að læknar komi helst til álita til starfanna. • Aðalfundurinn krefst þess að læknar séu í forystu í ákvörðunum og þróun um miðlæga rafræna sjúkra- skrá. • Aðalfundurinn fagnar grósku í uppbyggingu fram- haldsnáms í læknisfræði á Íslandi, en lýsir yfir áhyggj- um vegna óvissu um gagnkvæma viðurkenningu þess í Evrópu. Eyða þurfi henni og tryggja fjármögnun til frekari uppbyggingar. • Aðalfundurinn lýsir yfir áhyggjum af dvínandi rann- sóknar- og vísindastarfsemi á heilbrigðisstofnunum landsins. Landspítali verji 0,7%-0,8% af árlegri veltu á meðan háskólasjúkrahús á Norðurlöndum nýta 6% af veltunni til rannsókna. Aðalfundurinn skorar á heil- brigðisráðherra að auka þetta hlutfall um 0,5 prósentu- stig á ári fram til ársins 2030. • Aðalfundurinn kallaði eftir endurskoðun á lyfjastefnu til að bregðast við lyfjaskorti. Óviðunandi sé að læknir sé persónulega ábyrgur fyrir mögulegum aukaverkun- um þegar lyf er ekki með markaðsleyfi. • Aðalfundurinn lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu öldrunarmála á Íslandi og hvetur stjórnvöld til úrbóta með frekari uppbyggingu öldrunarþjónustu. • Aðalfundur leggst eindregið gegn auknu aðgengi að áfengi þar sem aðgengisstýring er eitt sterkasta vopnið í forvörnum. Þá þurfi að bregðast við ólöglegum áfeng- isauglýsingum. • Aðalfundur skorar á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi. • Aðalfundur mótmælir harðlega drögum að frumvarpi sem gerir ráð fyrir að læknaráð og hjúkrunarráð verði lögð niður og í stað þeirra komi eitt fagráð. • Aðalfundur telur að það væru alvarleg mistök yrði haldið áfram með starfsmatskerfi til jafnlaunavottunar sem Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri vinna nú að. Kerfi þetta sé ónothæft þar sem það fangar hvorki eðli né inntak læknisstarfsins. A Ð A L F U N D U R L Í 2 0 1 9 Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir og Ragnar Jónsson bæklunar- læknir komin út undir beran himin í fundarlok. Þorbjörn Jónsson blóðmeinalæknir og formaður LÍ árin 2011-2016, og kona hans Guðrún Svan- borg Hauksdóttir læknir. Félagar úr FAL voru óvenju margir í ár eða 18 aðalfundarfulltrúar af 69. Jón Bjarnarson heilsugæslulæknir og Elísabet Ragnarsdóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.