Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 47

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2019/105 519 Læknar með metfjölda ályktana á aðalfundinum Aðalfundur Læknafélags Íslands tók afstöðu til 26 álykt- ana á fundinum, sem er metfjöldi. Hér er tæpt á þeim helstu og hægt að kynna sér efni þeirra á lis.is. • Nauðsynlegt er að bregðast tafarlaust við alvarlegum mönnunarvanda sem ríkir í heilsugæslu í dreifbýli. • Mikilvægt er að kröfur til nýrra stjórnenda á Landspít- ala sé yfirgripsmikil reynsla og þekking á viðkomandi klínísku sviði og eðlilegt að læknar komi helst til álita til starfanna. • Aðalfundurinn krefst þess að læknar séu í forystu í ákvörðunum og þróun um miðlæga rafræna sjúkra- skrá. • Aðalfundurinn fagnar grósku í uppbyggingu fram- haldsnáms í læknisfræði á Íslandi, en lýsir yfir áhyggj- um vegna óvissu um gagnkvæma viðurkenningu þess í Evrópu. Eyða þurfi henni og tryggja fjármögnun til frekari uppbyggingar. • Aðalfundurinn lýsir yfir áhyggjum af dvínandi rann- sóknar- og vísindastarfsemi á heilbrigðisstofnunum landsins. Landspítali verji 0,7%-0,8% af árlegri veltu á meðan háskólasjúkrahús á Norðurlöndum nýta 6% af veltunni til rannsókna. Aðalfundurinn skorar á heil- brigðisráðherra að auka þetta hlutfall um 0,5 prósentu- stig á ári fram til ársins 2030. • Aðalfundurinn kallaði eftir endurskoðun á lyfjastefnu til að bregðast við lyfjaskorti. Óviðunandi sé að læknir sé persónulega ábyrgur fyrir mögulegum aukaverkun- um þegar lyf er ekki með markaðsleyfi. • Aðalfundurinn lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu öldrunarmála á Íslandi og hvetur stjórnvöld til úrbóta með frekari uppbyggingu öldrunarþjónustu. • Aðalfundur leggst eindregið gegn auknu aðgengi að áfengi þar sem aðgengisstýring er eitt sterkasta vopnið í forvörnum. Þá þurfi að bregðast við ólöglegum áfeng- isauglýsingum. • Aðalfundur skorar á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi. • Aðalfundur mótmælir harðlega drögum að frumvarpi sem gerir ráð fyrir að læknaráð og hjúkrunarráð verði lögð niður og í stað þeirra komi eitt fagráð. • Aðalfundur telur að það væru alvarleg mistök yrði haldið áfram með starfsmatskerfi til jafnlaunavottunar sem Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri vinna nú að. Kerfi þetta sé ónothæft þar sem það fangar hvorki eðli né inntak læknisstarfsins. A Ð A L F U N D U R L Í 2 0 1 9 Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir og Ragnar Jónsson bæklunar- læknir komin út undir beran himin í fundarlok. Þorbjörn Jónsson blóðmeinalæknir og formaður LÍ árin 2011-2016, og kona hans Guðrún Svan- borg Hauksdóttir læknir. Félagar úr FAL voru óvenju margir í ár eða 18 aðalfundarfulltrúar af 69. Jón Bjarnarson heilsugæslulæknir og Elísabet Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.