Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 48

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 48
520 LÆKNAblaðið 2019/105 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Fyrir mér snýst þetta um prinsipp. Ef það eru ákveðnir hlutir sem þú getur ekki sætt þig við tel ég að það sé hreinlegra að fara heldur en að vera nöldrandi næstu 15 árin. Það er ekki ég,“ segir Hlynur Níels Gríms- son sem útskrifaðist sem krabbameins- læknir árið 2002. Hlynur starfaði við fagið hér heima, í Svíþjóð og í Noregi allt þar til í apríl 2017 þegar hann ákvað að snúa sér að heimilis- lækningum til að geta sóst eftir starfi utan spítalans hér á landi. „Mér þykir mjög vænt um þessa stofnun að mörgu leyti og mér þykir mjög vænt um fagið mitt,“ segir hann. „Ég var með tilboð að utan þegar ég hætti og hefði farið ef ég hefði haft að- stæður til en fjölskylduaðstæður mínar eru þannig að ég get ekki farið. Þá varð ég að finna mér eitthvað annað að gera til að hafa stjórn á aðstæðum mínum og er núna í heimilislæknaprógramminu og klára það væntanlega fljótlega,“ segir Hlynur. Sér ekki eftir ákvörðuninni „Ákvörðunin var mjög sár og erfið á margan hátt en ég sé ekki eftir þessu,“ segir hann þar sem við setjumst örstutt niður í kaffiteríu Barnaspítalans í matar- hléi í tilefni þess að hann hefur gefið út sína aðra skáldsögu Veikindadaga. Blaða- maður bendir honum þó á að hann sé jú enn á spítalanum. „Kaldhæðni örlaganna,“ segir hann og brosir. „Ég lokaði dyrunum síðasta daginn í apríl 2017 og hugsaði, ég stíg aldrei hér inn fæti aftur. En svo til að ná mér í réttindi sem heimilislæknir verð ég að klára ákveðna hluti. Ég varð því að snúa aftur,“ segir hann og á um tvo mánuði eftir á kvennadeildinni. „Svo klára ég hérna á spítalanum og geri ekki ráð fyrir að koma aftur,“ segir Hlynur. Hvað gerði útslagið? „Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir hann. „Mér finnst spítal- anum ekki vel stjórnað. Gengið hefur ver- ið allt of langt í sparnaði og hagræðingu án þess að yfirstjórn spítalans hafi í raun- inni mótmælt því að ráði,“ segir hann. „Viðvarandi vandamál hérna eru óleyst þrátt fyrir að allir viti að þau séu til staðar. Undanfarin ár hefur ítrekað verið fjallað um málefni bráðamóttökunnar í fjölmiðl- um. Þar breytist þó ekki neitt,“ segir hann. „Stundum er sagt að útskýringin sé sú að það fáist ekki hjúkrunarfræðingar og þetta sé alþjóðlegt fyrirbæri. Það má svo sem vera, en mér finnst þessi rök ekki halda vatni. Ísland er í einstakri stöðu. Ólíkt stóru löndunum er engin samkeppni milli spítala um vinnuafl. Landspítali er langstærstur og ætti að eiga auðvelt með að fá til sín starfsfólk,“ segir hann. Það var erfitt að hætta sem krabba- meinslæknir. „Mér fannst vænt um starfið mitt og mjög vænt um fagið mitt, krabbameins lækningar. Ég get í alvöru og sannleika sagt að þegar ég horfi til baka á það sem ég gerði hérna sem krabbameins- læknir er ég stoltur af því. Ég gerði allt Verði ástandinu ekki breytt er best að breyta sjálfum sér, segir Hlynur Níels Grímsson sem lét starf sitt sem krabbameinslæknir lönd og leið og hóf sérnám í heimilislækningum til að geta starfað utan Landspítala hér á landi. Hlynur hefur snúið sér frá krabbameinslækningum og lýkur brátt sérnámi í heimilislækningum. Mynd/gag Gaf krabbameinslækningar frá sér vegna óánægju með stjórn og úrræðaleysi á Landspítala V I Ð T A L V I Ð H L Y N L Æ K N I O G Á H U G A P E N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.