Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 49

Læknablaðið - nov. 2019, Síða 49
LÆKNAblaðið 2019/105 521 „Ég var búinn að eiga þetta handrit í dálít- inn tíma en svo tók ég það upp og skrifaði upp á nýtt. Ég setti nýjan vinkil á söguna. Þetta var handrit sem ég var kannski aldrei búinn að klára almennilega. Svo skrifaði ég þetta upp á nýtt og sendi á útgefanda. Hann hringdi til baka og vildi gefa bókina út. Ég er mjög glaður.“ Sæmundur, útgáfa Bjarna Harðarsonar á Selfossi, gefur bókina út. „Okkur kemur vel saman, okkur Bjarna.“ Hlynur segist vona að með tímanum verði bækurnar fleiri. Áhugamálin séu mörg. Veiðin ör- ugglega númer eitt. Námið í læknisfræði hafi í það minnsta ekki verið með því skemmtilegasta og það leitt hann til að taka meistarapróf í ensku og enskum bók- menntum í Bandaríkjunum. „Ég var alltaf með hausinn í því að verða rithöfundur,“ segir hann en það hafi ekki verið fyrr en hann losaði sig við þá hugsun að vera ekki nógu góður texta- smiður sem fyrsta bókin leit dagsins ljós og nú önnur. „Það tilheyrir að ef þú hefur ekki trú á þér þá hefur það enginn. Maður verður að hafa trú á sér og gera þetta. Ég trúi á þetta. Mér finnst bókin góð. Ég er ánægð- ur með hana. Maður verður að fylgja sínu. Það er bara þannig,“ segir Hlynur sem hefur sýnt í verki að það gerir hann. Þannig að það er hægt að vera bæði, rit- höfundur og læknir? „Ég veit það nú ekki,“ segir Hlynur hreinskilnislega. „Ég er ekki í Rithöfunda- sambandinu og það er viljandi. Ég hef ekki áhuga á því og að titla mig sem rit- höfund. Ég er áhugapenni.“ Hlynur segir þá nokkra í fjölskyldunni. Langafi hans, Ebenezer, hafi verið slakur bóndi á Vatns- nesi í Vestur-Húnavatnssýslu en ágætt skáld og eftir ömmubróður hans Grím liggi lausavísur og fleira. „Þessir karlar í minni ætt hefðu ekki kallað sig rithöfunda þótt þeir hafi getað klambrað einhverju saman. Mér finnst ég ekki getað kallað mig rithöfund,“ segir Hlynur. Ófáar vísur eru í bókinni Veik- indadögum. GEGNUMLÝSING Eftir aðgerðina horfði ég í spegilinn og sá þegar þau komu aftan að mér öllsömul Ég sá það ekki en ég hafði verið undir smásjánni, sögðu þau öllsömul Ég þurfti á lækni að halda Eftir það brotnar myndin Ég man eftir að hafa hengt upp sloppinn gengið út og mér var sýnt allt í skerandi ljósi Hlynur er ánægður með að hafa ákveðið að bylta handritinu svo úr varð bókin Veikindadagar. Hann hafði kennara í bókmenntanáminu í Bandaríkjunum sem lagði áherslu á að hann væri ekki writer heldur rewriter. „Það er mikið til í þessum orðum, að vera ekki skrifari heldur endurskrif- ari,“ segir Hlynur sem hefur nú ekki aðeins endurskrifað sögu sína í bókstaf- legum skilningi heldur einnig starfsvett- vang sinn sem læknir, frá því að vera krabbameinslæknir í það að verða heim- ilislæknir. Gefur út bókina Veikindadaga sem ég gat fyrir stofnunina, en stundum verða leiðir að skilja. Þetta er eins og með óhamingjusamt hjónaband, það er ekki hægt að spóla í því í 30 ár,“ segir hann. Yfirstjórnin eigi að segja stopp En er yfirstjórninni ekki einfaldlega of þröngt sniðinn stakkur? „Jú, jú en ein- hvern tímann er nóg nóg. Ef búið er að segja við þig 100 sinnum að það þurfi að spara meira, þá hlýtur botninum á end- anum að vera náð og þá er það á ábyrgð stjórnenda að segja það upphátt. Þeirra ábyrgð er fyrst og fremst að styðja við starfsfólkið sitt og starfsemina en ekki stjórnvöld eða fjárveitingavaldið, Alþingi eða velferðarnefnd,“ segir hann. Hann segir samstöðu læknastéttar- innar litla. „Þetta er tætt stétt. Þetta eru margir hópar með mikla sérhagsmuni. Þótt við heitum Læknafélag Íslands og séum undir einni regnhlíf finnst mér það oft hreinlega vera að nafninu til,“ segir hann. „Mér finnast læknasamtökin almennt hafa lítinn slagkraft. Það sést best á tillög- um um ný heilbrigðislög sem liggja fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að læknaráð leggist af. Það sýnir bara hvað við höfum sem stétt lítið að segja.“ Er sjálfur sáttur við sitt En sérðu lausnir? „Nei, ég hef engar töfra- lausnir. Ég er ekki einn Know-it-all. Ég er einfaldlega að segja að það er alltaf verið að tala um sömu hlutina. Það eru alltaf sömu hlutirnir athugaverðir og alltaf það sama að en við spólum í sama farinu ár eftir ár og það finnst mér ekki eðlilegt.“ Hann hafi einfaldlega ekki getað sætt sig við ástandið og ekki séð leiðir fyrir sig að breyta því, en lausn í að breyta sér. „Eins og ég segi. Ég er þannig gerður að ég lít ekki mikið til baka yfirleitt og reyni að taka daginn í dag eins og hann er. Ég vakna á morgnana og er sáttur með lífið,“ segir hann. „Ég er sáttari við mig.“ Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.