Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2019, Side 51

Læknablaðið - nov. 2019, Side 51
LÆKNAblaðið 2019/105 523 um. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi víkkar sjóndeildarhring heilbrigðisstarfsmanna og er háskólaspítalanum til framdráttar. Kyrrstaða er í reynd afturför og háskóla- spítali ber ríka ábyrgð gagnvart fram- tíðinni og heilbrigðisþjónustu framtíðar. Menntun heilbrigðisstétta verður ekki sómasamlega sinnt nema í tengslum við og með þátttöku í rannsóknum. Nemendur og kennarar Á háskólasjúkrahúsum er hefð fyrir því að akademískir starfsmenn geri grein fyrir árangri starfa sinna með vísinda- legum hætti. Þetta skapar án efa aðhald í þjónustu við sjúklinga og það vekur tímanlega athygli starfsmanna ef eitthvað fer úrskeiðis og bæta þarf vinnubrögð eða verkferla. Samstarf og samvera nemenda og kennara eru einnig líkleg til að bæta ár- angur í starfi sjúkrahúsa. Kennurum er ekki annað sæmandi en að bera trausta og gagnreynda vitneskju á borð nemenda sinna og þeir hljóta að bera sig saman við samstarfsmenn sína og samkennara á þessu sviði. Þannig kemur kennurum sér- stök hvatning til að fylgjast með ferskustu fræðunum. Háskólaspítali er líklegur til að laða til starfa hæfustu starfsmenn. Á Íslandi þarf það ekki að vera á kostnað annarra heil- brigðisstofnana. Ýmsir færir læknar með vísindaþjálfun væru án efa tregir að snúa heim eftir árangursríkt framhaldsnám er- lendis, ef starf á íslenskum háskólaspítala væri ekki í boði. Vegna þess að háskólaspítalar eru dýr- ari í rekstri en önnur sjúkrahús hafa þeir lengi verið undir smásjá varðandi gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita sjúkling- um.7,8 Gæði og kostnað verður að sjálf- sögðu að skoða saman og þótt háskólaspít- alar hafi það sérstaka hlutverk að sinna sjúklingum með flóknustu vandamálin er ekki sjálfgefið að algengu vandamálin séu jafn vel eða betur leyst en á minni og ódýrari stofnunum. Í Bandaríkjunum hafa tryggingafélög jafnvel gengið svo langt að skipta ekki við háskólasjúkrahús í því skyni að spara fé og þá gengið út frá því að gæðin séu sambærileg.9 Ábyrg, aðsjál og hagsýn meðferð fjármuna í heil- brigðiskerfinu er augljós nauðsyn, ekki síst gagnvart sjúklingum framtíðar. Ein mikilvægasta spurningin er því hvort mælanlegur klínískur árangur sé af störf- um háskólaspítala í samanburði við önnur sjúkrahús. Margar rannsóknir hafa glímt við þessa spurningu og yfirleitt sýnt betri árangur háskólaspítala í samanburði við önnur sjúkrahús.7,8 Besta og ítarlegasta svarið er líklega að finna í nýlegri banda- rískri fræðigrein sem náði til 21 milljónar sjúkrahúslega á tæplega 4500 sjúkrahús- um, vegna um 20 algengustu sjúkdóma sem kalla á innlögn, meðal annars lær- leggsbrots, heilablóðfalls, kransæðastíflu, hjartabilunar, lungnabólgu, og fleira.10 Þar er lýst samanburði á dánartíðni sjúklinga eftir því hvort þeir vistuðust á háskóla- spítala eða önnur sjúkrahús sem ekki falla undir þá skilgreiningu. Leiðrétt var fyrir fjölmörgum þáttum sem hefðu getað skekkt niðurstöðuna. Í nær öllum tilvikum var dánartíðni marktækt lægri á háskóla- sjúkrahúsunum, hvort sem litið var til 7-daga, 30-daga eða 90-daga dánartíðni, bæði yfir heildina og innan stærstu og al- gengustu sjúkdómaflokka, að teknu tilliti til stærðar spítalanna. Ávinningurinn fór vaxandi með hlutfallslega vaxandi fjölda unglækna í sérnámi á viðkomandi stofnun og nam oftast um eða yfir 10%. Fjárhagsvandi Þótt Landspítali standi höllum fæti í samanburði við háskólaspítala á Norður- löndum varðandi rekstrarfé, renna samt verulegir fjármunir nú þegar til kennslu og fræðastarfa á spítalanum. Nákvæmar upplýsingar liggja ekki fyrir en augljóst er þó að viðbótarútgjöld spítalans til fræðanna eru miklu lægri en á hinum Norðurlöndunum. Þótt ólíklegt sé að Al- þingi taki skyndilega upp á því að veita stórauknu fé til Landspítala í því skyni að efla háskólastarfið, teljum við að góð samstaða ríki um það með þjóðinni að í heildarkeðju íslenskrar heilbrigðisþjón- Gömlu stórhýsin, aðalbyggingar háskólans og Landspítalans, fá ekki lengur mikið tilfinningalegt svigrúm. Myndir/Védís.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.