Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 52

Læknablaðið - nóv. 2019, Blaðsíða 52
ustu þurfi að vera einn háskólaspítali sem rísi undir nafni, búi yfir nægilegri breidd í klínískri sérhæfingu til að takast á við öll þau flækjustig sem upp koma í meðferð mikið veikra sjúklinga með flókin vanda- mál, og stundi þekkingarleit (rannsóknir) og miðlun þekkingar (kennslu og þjálfun) sem þarf til að tryggja framtíð heilbrigðis- þjónustunnar. Vandinn er helst sá að þótt háskólastarf spítalans skili sannanlega miklum verðmætum í bættri þjónustu, nýrri þekkingu og menntun heilbrigðis- starfsfólks, vex kostnaðaraukinn fólki í augum. Þegar kreppir að er alltaf freist- andi að fórna langtímahugsun á altari skammtímasjónarmiða. Og háskólastarf- semi snýst alltaf um langtímahugsun, nýja þekkingu og starfsfólk framtíðar. Málið krefst því upplýstrar umræðu, saman- burðarrannsókna við önnur lönd og skeleggs málflutnings. Sóknarfæri Líklega færi best á því að hefja sókn með því að skilgreina og flokka nákvæmar þá fræðastarfsemi sem nú fer fram á spítal- anum og greina kostnað við fræðastörfin. Eins og fram kemur í hinni nýju vís- indastefnu er mikilvægt að á spítalanum starfi virk og öflug rannsóknateymi með alþjóðleg tengslanet. Hvar eru þessi teymi í dag og hver er árangur starfa þeirra? Eru dæmi um það að vísindastarfsemi spítal- ans hafi leitt til bættrar heilbrigðisþjón- ustu eða skapað honum tekjur? Með slíka vitneskju að vopni er ekki vonlaust að Alþingi og ríkisstjórnir sjái sér hag í því að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar um eflingu háskólaspítalans og standa við gefin fyrirheit. Reynsla Finna sýnir að vænlegast er að hlúa vel að þeim teymum sem eru virk og sýna bestan árangur í starfi fremur en dreifa fé til allra lysthafenda. Ungir vís- indamenn geta tengst slíkum teymum eða erlendum starfshópum. En það þarf líka að gefa hæfu starfsfólki tækifæri til að efna til nýrra verkefna, þótt árangurinn sé eðli málsins samkvæmt alltaf óviss. Ein leið væri að gefa akademískum starfsmönnum spítalans kost á að sækja um verndaðan vinnutíma, til dæmis 20-30% af fullu starfshlutfalli eitt ár í senn. Framhaldið færi eftir árangri. Það væri fræðastörf- um til mikils framdráttar, ef 15-20 slík starfstilboð væru í boði hverju sinni. Mik- ilvægast er þó að starfsmenn Landspítala temji sér virðingu fyrir akademísku hlut- verki hans og að þeir telji sjálfum sér og spítalanum vegsauka að þátttöku í þeirri starfsemi. Að sjálfsögðu verður háskólaspítali eins og aðrar stofnanir að forgangsraða í notkun fjármuna, en jafnframt verður að hafa hugfast að í hvert sinn sem háskóla- spítali færist undan þátttöku í heimsvís- indunum er hann í reynd stikkfrí í hinni alþjóðlegu og mikilvægu baráttu sem háð er gegn sjúkdómum. Þess vegna er rannsóknarvirkni sjálfstæður mælikvarði á framlag sérhvers spítala til heilbrigðis- mála og heilbrigðisvísinda sem og á styrk hans og getu. Háskólaspítalar alls staðar í veröldinni leggja kapp á að ná máli á því sviði. Heimildir 1. Lagasafn. Útgáfa 149b. Íslensk lög 3. maí 2019. 2. Willetts D. A University Education. Oxford University Press, Oxford 2017. 3. Jónsson G. Saga Háskóla Íslands. Yfirlit um hálfrar aldar starf. Háskóli Íslands. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Reykjavík 1961. 4. landspitali.is/um-landspitala/stefna-og-starfsaaetlun/vis- indastefna-landspitala-2019-2024/ - september 2019. 5. Mendin E, Anthun KS, Häkkinen U, Kittelsen SA, Linna M, Magnussen J. Cost efficiency of university hosptals in the Nordic countries: a crosscountry analysis. Eur J Health Econ 2011; 12: 509-19. 6. Harðarson Þ. Engin fræðastörf á vinnutíma. Læknablaðið 2019; 105: 367. 7. Mueller SK, Lipsitz S, Hicks LS. Impact of hospital teaching intenisty on quality of care and patient outcomes. Med Care 2013: 51: 567-74. 8. Shahian DM, Liu X, Meyer GS, Torchiana DF, Normand SL. Hospital teaching intensity and mortality for acute myocardial infarction, heart failure and pneumonia. Med Care 2014; 52:38-46. 9. Haeder SF,Weimer DL, Mukamel DB. Narrow networks and the affordable care act. JAMA 2015; 314: 669-70. 10. Burke LG, Frakt AB, Khullar D, Orav EJ, Jha AK. Association between teaching status and mortality in US hospitals. JAMA 2017; 317: 2105-13. 524 LÆKNAblaðið 2019/105 utfall 38 000 studenter och 6 000 medarbetare gör Göteborgs universitet till en stor och inspirerande arbetsplats. Stark forskning och attraktiva utbildningar lockar forskare och studenter från hela världen. Med ny kunskap och nya perspektiv bidrar vi till en bättre framtid. UNIVERSITETSLEKTOR i invärtesmedicin, reumatologi, allergologi eller akutsjukvård, förenad med befattning som specialistläkare Tjänsten är placerad vid institutionen för medicin. Ref nr: PAR 2019/1227 Sista ansökningsdag 2019-12-02. För mer information se Göteborgs universitets hemsida: www.gu.se/omuniversitetet/aktuellt/lediga-jobb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.