Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2019, Page 58

Læknablaðið - Nov 2019, Page 58
530 LÆKNAblaðið 2019/105 SAMÚEL SIGURÐSSON varði doktorsritgerð sína í lækna- vísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Áhrif bólusetningar með prótein-tengdu pneumókokka bóluefni á pneumókokka í nefkoki og sýkingar af völdum pneumókokka í íslenskum börnum. Andmælendur voru Adam Finn, prófessor í barnalækningum við Háskólann í Bristol, og Richard Malley, prófessor við Harvard- háskóla í Boston. Umsjónarkennari var dr. Ásgeir Haraldsson, prófessor, og leið- beinandi Karl G. Kristinsson, prófessor. Auk þeirra sátu í doktors- nefnd Birgir Hrafnkelsson, prófessor við raunvísindadeild, Helga Erlendsdóttir, aðjúnkt við læknadeild, og Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Ágrip af rannsókn: Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, eru á meðal algengustu baktería sem valda miðeyrnabólgu og lungnabólgu í börnum og geta valdið alvarlegum sýkingum eins og heilahimnubólgu og blóðeitrun. Bólusetningu gegn 10 algeng- ustu, meinvirkustu og/eða sýklalyfjaónæmustu hjúpgerðunum var bætt í ungbarnabólusetningar á Íslandi árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif bólusetningarinnar á berahlut- fall pneumókokka og á sýkingar af völdum þeirra í bólusettum íslenskum börnum samanborið við fyrri árganga. Rannsóknin sýnir að sjúkdómsbyrði pneumókokka hefur minnkað umtalsvert í íslenskum börnum frá upphafi bólusetningar árið 2011. Doktorsefnið: Samúel Sigurðsson (1988) lauk B.Sc.-prófi í lækn- isfræði 2013 frá Háskóla Íslands og kandídatsprófi í læknisfræði frá sama skóla 2017. ANDRI LEÓ LEMARQUIS varði doktorsritgerð sína í lækna- vísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Klínísk mynd og ónæmissvar einstaklinga með sértækan IgA skort. Andmælendur voru Rita Carsetti, prófessor við Ospedale Pedi- atrico Bambino í Róm, og Valtýr Stefánsson Thors, aðjunkt í barna- lækningum við læknadeild. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við læknadeild, og meðleiðbeinandi var Una Bjarnadótt- ir, lífefnafræðingur. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Ásgeir Har- aldsson og Ingileif Jónsdóttir, prófessorar við læknadeild, og René Toes, prófessor við Leiden University Medical Center í Hollandi. Ágrip af rannsókn: Markmið rannsóknarinnar var að greina klíníska og ónæmisfræðilega mynd sértæks IgA-skorts (sIgAD). Notast var við klíníska greiningu, frumugreiningu eitilfrumna, sjálfsónæmismótefna-mælingu og boðefnamælingar til betri skil- greiningar á einstaklingum með gallann. Meginniðurstöður eru því að í sértækum IgA-skorti er tenging milli klínískrar myndar sjálfsónæmis, sýkinga, ofnæmissjúkdóma og röskunar ónæm- issvars er tengist B-frumuþroskun með tilheyrandi ofseytingu ónæmisþátta og sjálfsónæmismótefnaseytingu. Doktorsefnið: Andri Leó Lemarquis (1989) lauk kandídatsnámi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2017. Andri Leó hóf doktorsnám samhliða kandídatsnámi í læknisfræði árið 2013 undir handleiðslu Björns Rúnars Lúðvíkssonar prófessors. Auk þessa hefur Andri unnið að skrifum og erfðagreiningu undir handleiðslu prófessors Olovs Ekwall og sérhæfir sig í barnalæknisfræði við Sahlgrenska sjúkrahúsið. Doktorar í læknisfræði 2018-2019 Myndir: Kristinn Ingvarsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.