Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 58

Læknablaðið - nov 2019, Qupperneq 58
530 LÆKNAblaðið 2019/105 SAMÚEL SIGURÐSSON varði doktorsritgerð sína í lækna- vísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Áhrif bólusetningar með prótein-tengdu pneumókokka bóluefni á pneumókokka í nefkoki og sýkingar af völdum pneumókokka í íslenskum börnum. Andmælendur voru Adam Finn, prófessor í barnalækningum við Háskólann í Bristol, og Richard Malley, prófessor við Harvard- háskóla í Boston. Umsjónarkennari var dr. Ásgeir Haraldsson, prófessor, og leið- beinandi Karl G. Kristinsson, prófessor. Auk þeirra sátu í doktors- nefnd Birgir Hrafnkelsson, prófessor við raunvísindadeild, Helga Erlendsdóttir, aðjúnkt við læknadeild, og Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Ágrip af rannsókn: Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, eru á meðal algengustu baktería sem valda miðeyrnabólgu og lungnabólgu í börnum og geta valdið alvarlegum sýkingum eins og heilahimnubólgu og blóðeitrun. Bólusetningu gegn 10 algeng- ustu, meinvirkustu og/eða sýklalyfjaónæmustu hjúpgerðunum var bætt í ungbarnabólusetningar á Íslandi árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif bólusetningarinnar á berahlut- fall pneumókokka og á sýkingar af völdum þeirra í bólusettum íslenskum börnum samanborið við fyrri árganga. Rannsóknin sýnir að sjúkdómsbyrði pneumókokka hefur minnkað umtalsvert í íslenskum börnum frá upphafi bólusetningar árið 2011. Doktorsefnið: Samúel Sigurðsson (1988) lauk B.Sc.-prófi í lækn- isfræði 2013 frá Háskóla Íslands og kandídatsprófi í læknisfræði frá sama skóla 2017. ANDRI LEÓ LEMARQUIS varði doktorsritgerð sína í lækna- vísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Klínísk mynd og ónæmissvar einstaklinga með sértækan IgA skort. Andmælendur voru Rita Carsetti, prófessor við Ospedale Pedi- atrico Bambino í Róm, og Valtýr Stefánsson Thors, aðjunkt í barna- lækningum við læknadeild. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við læknadeild, og meðleiðbeinandi var Una Bjarnadótt- ir, lífefnafræðingur. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Ásgeir Har- aldsson og Ingileif Jónsdóttir, prófessorar við læknadeild, og René Toes, prófessor við Leiden University Medical Center í Hollandi. Ágrip af rannsókn: Markmið rannsóknarinnar var að greina klíníska og ónæmisfræðilega mynd sértæks IgA-skorts (sIgAD). Notast var við klíníska greiningu, frumugreiningu eitilfrumna, sjálfsónæmismótefna-mælingu og boðefnamælingar til betri skil- greiningar á einstaklingum með gallann. Meginniðurstöður eru því að í sértækum IgA-skorti er tenging milli klínískrar myndar sjálfsónæmis, sýkinga, ofnæmissjúkdóma og röskunar ónæm- issvars er tengist B-frumuþroskun með tilheyrandi ofseytingu ónæmisþátta og sjálfsónæmismótefnaseytingu. Doktorsefnið: Andri Leó Lemarquis (1989) lauk kandídatsnámi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2017. Andri Leó hóf doktorsnám samhliða kandídatsnámi í læknisfræði árið 2013 undir handleiðslu Björns Rúnars Lúðvíkssonar prófessors. Auk þessa hefur Andri unnið að skrifum og erfðagreiningu undir handleiðslu prófessors Olovs Ekwall og sérhæfir sig í barnalæknisfræði við Sahlgrenska sjúkrahúsið. Doktorar í læknisfræði 2018-2019 Myndir: Kristinn Ingvarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.