Læknablaðið - apr 2019, Qupperneq 12
164 LÆKNAblaðið 2019/105
R A N N S Ó K N
gláku á Landspítala, þannig náði rannsóknartímabilið frá hluta
árs 2017 til hluta árs 2013. Útilokaðir voru þeir sem höfðu áður
gengist undir skurðaðgerð við gláku. Hver einstaklingur kom að-
eins einu sinni fyrir í rannsókninni þó svo að aðgerð hafi verið
framkvæmd á báðum augum. Athuguð voru gögn í sjúkraskrám
einstaklinga í Sögukerfinu og í sjúkraskrám augnlækna. Einnig
var stuðst við lyfjagagnagrunn landlæknis við öflun upplýsinga.
Skráðar voru sjúkdómsgreiningar einstaklinga ásamt aldri og
kyni. Skráð voru öll lyf til inntöku á 6 mánaða tímabili, bæði fyr-
ir og eftir aðgerð. Lausasölulyf voru ekki talin með nema þeirra
væri sérstaklega getið í sjúkraskrá eða lyfseðill leystur út í lyfja-
gagnagrunni landlæknis. Lyf til innöndunar, útvortis notkunar og
lyf til innspýtingar voru ekki talin með í rannsókninni. Vítamín
og bætiefni voru ekki tekin með. Skráð var augnþrýstingslækk-
andi meðferð fyrir aðgerð, en þær upplýsingar voru aðgengilegar
í sjúkraskrám augnlækna um allt rannsóknarþýðið. Stuðst var við
ATC-flokkun við skráningu á lyfjum.
Niðurstöður
Rannsóknin náði til 100 einstaklinga. Konur voru 53 og karlar 47.
Aldur sjúklinga var 45 til 94 ára og var meðalaldur þeirra 75 ± 11
ár, miðgildi aldurs var 78 ár. Meðalfjöldi lyfja, annarra en gláku-
lyfja var 5,3 lyf á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þrettán einstak-
lingar tóku engin lyf önnur en glákulyf, en hjá þeim 87 einstak-
lingum sem tóku lyf, var lyfjanotkun 6,1 lyf að meðaltali, allt frá
einu lyfi upp í 18 lyf.
Glákulyf
Meðalfjöldi augnþrýstingslækkandi lyfja var 3,0 lyf á hvern sjúk-
ling. Prostaglandín-hliðstæður voru algengasta augnþrýstings-
lækkandi lyfið, notað af 92 sjúklingum. Næstalgengastir voru
beta-blokkar hjá 80 sjúklingum, þar næst karbóanhýdrasa-hemlar
í dropaformi sem 71 sjúklingur notaði. Yfirlit yfir augnþrýstings-
lækkandi meðferð rannsóknarþýðisins er í töflu I.
Sjúkdómsgreiningar og lyf til inntöku
Algengasti lyfjaflokkurinn var blóðþrýstingslækkandi lyf sem 57
sjúklingar notuðu. Næstalgengasti lyfjaflokkurinn voru svefnlyf
og kvíðastillandi lyf sem 40 sjúklingar notuðu. Á þvagræsilyfjum
voru 36 og 32 á blóðþynnandi meðferð. Í töflu II má sjá 15 algeng-
ustu lyfjaflokkana sem hópurinn notaði. Algengasta einstaka lyfið
var svefnlyfið zópíklón sem var notað af 29 sjúklingum. Í töflu III
má sjá undirflokka fjögurra algengustu lyfjaflokkanna.
Meðalfjöldi sjúkdómsgreininga sem þörfnuðust lyfjameðferðar
var 2,8 greiningar á hvern einstakling og má sjá yfirlit yfir helstu
greiningar í töflu IV. Hafa verður í huga að upplýsingar um sjúk-
dómsgreiningar voru ekki alltaf aðgengilegar og því eru þær
niðurstöður aðeins til viðmiðunar.
Umræða
Lyfjanotkun og augndropameðferð
Til samanburðar við rannsókn Maríu Gottfreðsdóttur og félaga,5
sem var framkvæmd í Bandaríkjunum, er lyfjanotkun íslenska
þýðisins mun meiri en þess bandaríska. Þar var notkunin aðeins
3,5 samanborið við 5,3 lyf að meðaltali hér á landi. Hins vegar
verður að hafa í huga að meðalaldur þýðisins í þessari rannsókn
er um það bil 10 árum hærri og er með svo langt gengna gláku
að skurðaðgerðar er þörf. Einnig er samsetning hópsins önnur og
einsleitari á Íslandi. Frá þeim tíma sem María Gottfreðsdóttir gerði
sína rannsókn 1997 hefur orðið mikil aukning á fjöllyfjameðferð
um allan heim.6
Í grein í Læknablaðinu frá 2013 er lyfjanotkun einstaklinga á
hjúkrunarheimilum á Íslandi skoðuð árin 2002-2004 og er með-
alfjöldi lyfja 10 á hvern einstakling.7 Hins vegar er meðalaldur-
inn í þeirri rannsókn 8 árum hærri en í okkar þýði en 13% voru á
glákumeðferð. Þó verður að setja þann fyrirvara við niðurstöður
að lausasölulyf, innöndunarlyf og lyf til innspýtingar voru ekki
talin með í rannsókninni og er meðalfjöldi lyfja líklega vanáætl-
aður af þessum sökum.
Erfitt getur verið fyrir eldra fólk að halda utan um augndropa-
meðferð og sérstaklega þegar það notar einnig fjölda annarra
Tafla I. Fjöldi einstaklinga á tiltekinni augnþrýstingslækkandi meðferð.
Augnþrýstingslækkandi meðferð Fjöldi
Prostaglandín-hliðstæður 92
Beta-blokkar 80
Karbóanhýdrasa-hemlar 71
Adrenvirk lyf 40
Karbóanhýdrasa-hemlar um munn 11
Pílókarpín 10
Tafla II. Fjöldi einstaklinga á tiltekinni meðferð.
Lyfjaflokkur Fjöldi
Blóðþrýstingslækkandi lyf 57
Svefn- og kvíðastillandi lyf 40
Þvagræsilyf 36
Segavarnarlyf og lyf sem hindra
samloðun blóðflagna
32
Prótónpumpuhemlar 31
Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf
(parasetamól)
30
Blóðfitulækkandi lyf 29
Kódein og sterk verkjalyf 24
Þunglyndislyf 22
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf 17
Kynhormónar 13
Skjaldkirtilshormónar 12
Astmalyf 11
Sykursterar 11
Þvagfæralyf (sildenafil) 8