Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - apr 2019, Page 13

Læknablaðið - apr 2019, Page 13
LÆKNAblaðið 2019/105 165 R A N N S Ó K N lyfja. Meðferðarheldni ræðst af mörgum þáttum, svo sem fjölda lyfja, aukaverkunum og kostnaði, en einnig af því að gláka getur verið einkennalaus.8,9 Hafa verður í huga að fjöllyfjameðferð, sjúk- dómsbyrði einstaklings og færniskerðing getur gert sjúklingum erfitt fyrir að koma dropanum í augað, sérstaklega þar sem margir hverjir hafa misst sjónina til að leysa það verkefni af hendi með góðum árangri.8,9 Mikilvægt er að ræða þessi atriði við einstak- linga sem nota augndropa að staðaldri og meta hvort þörf sé á ráðgjöf og aðstoð. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk hafi í huga að augndrop- ar eru lyf sem geta haft margvíslegar líkamlegar aukaverkanir þrátt fyrir að lyfin séu aðeins gefin staðbundið í augu. Lyf í augn- dropaformi frásogast í táru, slímhúð í táragöngum og nefi og ná þannig dreifingu í blóði og geta aukaverkanir verið svipaðar eins og lyfið sé gefið um munn.10 Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda þegar sjúklingum er kennt að nota augndropa til þess að minnka frásog lyfsins og dreifingu þess í blóðrás. Rann- sóknir hafa sýnt að með því að þrýsta fingri hjá nefrót til þess að loka táragangi og hafa augun lokuð í nokkrar mínútur eftir að augndropi er gefinn, fæst hámarksvirkni lyfs í auga og frásog minnkar.11,12 Sannreynt hefur verið að styrkur lyfs í blóði getur minnkað um 40-60% ef lokað er fyrir táragöng með þessum hætti ásamt því að hafa augu lokuð.13,14 Í töflu V má sjá helstu aukaverk- anir glákulyfja. Áhrif meðferðar annarra sjúkdóma á gláku Yfir helmingur sjúklinga í rannsókninni notaði blóðþrýstings- lækkandi lyf. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt samband á milli hækkaðs blóðþrýstings og gláku.15 Talið er að blóðþrýstingslækkandi lyf geti minnkað blóðflæði til sjóntaugar (reduced perfusion pressure) og þannig ýtt undir skemmdir á sjón- taug þeirra sem eru með gláku.16 Það er því mikilvægt að fylgjast vel með sjón og einkennum glákusjúklinga þegar blóðþrýstings- meðferð er hafin. Þessi lyf geta haft fjölþættar milliverkanir við glákulyf, sjá í töflu VI. Fjölmörg lyf geta ýtt undir þrönghornsgláku.17 Þeirra á meðal eru andkólínvirk og adrenvirk lyf. Andkólínvirk lyfhrif eru þekkt aukaverkun margra lyfja og hjá öldruðum sem taka ýmis lyf getur samanlögð andkólínvirkni aukið þessa hættu enn frekar.18 And- kólínvirk lyf geta þannig valdið hækkuðum þrýstingi í auga með því að slaka á brárvöðva (ciliary muscle) þannig að lithimna og Tafla III. Undirflokkar algengustu lyfja. Blóðþrýstingslyf Fjöldi Beta-blokkar 30 Angíótensín II-viðtakahemlar (ARB) 27 Ca++ gangalokar 20 Díhýdrópyridín 19 Ekki-díhýdrópyridín 1 Angíótensín-breytihvatahemlar (ACE) 9 Þvagræsilyf Fjöldi Þíazíð 23 Fúrosemíð 13 Amilorid 9 Spírónalaktón 2 Blóðþynning Fjöldi Asetýlsalisýlsýra 20 Warfarín 9 Klópídrógel 3 Xa-hemill 3 Enoxaparín 1 Svefn- og kvíðastillandi lyf Fjöldi Zópíklón 29 Oxasepam 10 Alprazolam 4 Zolpidemtartrat 3 Flunitrazepam 1 Brómazepam 1 Díazepam 1 Tafla IV. Helstu sjúkdómsgreiningar þýðisins. Sjúkdómur Fjöldi Hár blóðþrýstingur 62 Háar blóðfitur 31 Maga- og bakflæðissjúkdómur 28 Kransæðasjúkdómur 22 Kvíði og þunglyndi 22 Gigt 21 Vanvirkur skjaldkirtill 12 Gáttatif 11 Astmi og langvinn lungnateppa 11 Heilablóðfall 9 Blöðruhálskirtilsstækkun 8 Sykursýki 6 Tafla V. Helstu aukaverkanir augnþrýstingslækkandi meðferðar. Augnþrýstingslækkandi meðferð Helstu aukaverkanir Prostaglandín-hliðstæður Roði í táru (conjunctivu), litabreyting á lithimnu (iris), ofvöxtur á augnhárum20 Beta-blokkar Lágþrýstingur, hægur hjartsláttur, þrenging í berkju, versnun á astma41 Karbóanhýdrasa-hemlar Höfuðverkur, ógleði og beiskt bragð42 Adrenvirk lyf Höfuðverkur, þreyta, þurrkur í munni og nefi43 Karbóanhýdrasa-hemlar um munn Blóðsýring, náladofi, svimi, þreyta og vanlíðan, bragðtruflanir, beinmergsbæling, nýrnasteinar42 Pílókarpín Höfuðverkur, svimi, ógleði, versnun á astma, þokusýn39

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.