Læknablaðið - Apr 2019, Page 19
LÆKNAblaðið 2019/105 171
R A N N S Ó K N
Inngangur
Bráð gallblöðrubólga er ein algengasta innlagnarástæðan á kvið-
arholsskurðdeildir og stór hluti sjúklinganna eru aldraðir.1 Al-
þjóðlegar leiðbeiningar um meðferð bráðrar gallblöðrubólgu hafa
nýlega verið endurskoðaðar.2 Samkvæmt þeim er mælt með að
meta umfang bólgu, meðal annars með myndgreiningarrannsókn
og ákvarða meðferð í samræmi við það. Mælt er með aðgerð hjá
sjúklingum sem hafa væg bólgumerki og með tímalengd einkenna
innan við 7 daga hjá reynslumiklum skurðlæknum en að öðrum
kosti skal miða við 72 klukkustundir.
Aðgerðin er yfirleitt gerð í kviðsjárspeglun (laparoscopy) en
stundum er ekki talið öruggt eða mögulegt að framkvæma að-
gerðina í kviðsjá og henni því breytt í opna aðgerð. Rannsóknir
hafa sýnt að hlutfall þess að gallblöðrutöku í kviðsjá sé breytt í
opna aðgerð sé um 5%.3
Gallblöðrutaka í kviðsjá er í flestum tilvikum örugg með
dánartíðni undir 0,8%. Bráðaaðgerð fylgir þó aukin áhætta fyrir
sjúklinginn, bæði hjá þeim sem teljast frískir en einnig hjá öldruð-
um og þeim sem hafa undirliggjandi fylgisjúkdóma (comorbidity),
en rannsóknir hafa sýnt fram á að dánartíðni er mun hærri en við
valaðgerð, eða 14-30%.4,5 Erlendar rannsóknir, bæði frá Evrópu og
Bandaríkjum Norður-Ameríku, sýna að um helmingur sjúklinga
sem leggjast inn með bráða gallblöðrubólgu er meðhöndlaður með
íhaldssamri meðferð (concervative treatment) þrátt fyrir að ráðlögð
meðferð sé gallblöðrutaka.4,5 Ástæður fyrir þeirri ákvörðun geta
verið margvíslegar en hún er venjulega í höndum vakthafandi
skurðlæknis. Hún byggist meðal annars á undirliggjandi ástandi
sjúklings ásamt fylgisjúkdómum, aðgengi að skurðstofu, reynslu
og tímalengd einkenna, svo eitthvað sé nefnt.
Ísetning á kera við gallblöðrubólgu
á Landspítala 2010-2016
Á G R I P
Inngangur
Bráð gallblöðrubólga er ein algengasta ástæða bráðainnlagnar á kvið-
arholsskurðdeild. Meðferðin er gallblöðrutaka en þegar aðgerð er ekki
talin fýsileg er gefin íhaldssöm meðferð með sýklalyfjum. Svari sjúk-
lingur ekki meðferð er lagður keri í gallblöðru gegnum húð. Markmið
rannsóknarinnar var að skoða ísetningu gallblöðrukera og fylgikvilla
þeirrar meðferðar á Landspítala.
Efniviður og aðferðir
Afturskyggn rannsókn. Farið var í gegnum sjúkraskrár allra með sjúk-
dómsgreiningar K80-85 árin 2010-2016 og breytur skráðar í Excel sem
einnig var notað við úrvinnslu. Notuð var lýsandi tölfræði.
Niðurstöður
Alls fengu 4423 sjúklingar galltengdar sjúkdómsgreiningar á tímabil-
inu. Þar af voru 1255 (28%) með bráða gallblöðrubólgu og meðalaldur
þeirra 58 ár (bil: 18-99). Alls fengu 88 (14%) gallblöðrukera og var
meðalaldur þeirra 71 ár (bil: 28-92). Hjá 62 (70%) var kerinn lagður í
gegnum lifur. Meðaltímalengd kera var 12 dagar (bil: 0-87). Gerð var
gallvegamyndataka um kerann hjá 71 sjúklingi. Sautján sjúklingar
voru útskrifaðir heim með kera. Helmingur sjúklinga (n=45, 51%) fór
síðar í gallblöðrutöku í kviðsjá, að meðaltali 101 degi frá keraísetningu
(bil: 30-258). Breytt var í opna aðgerð hjá 5 sjúklingum (12%). Meðal-
aðgerðartími kviðsjáraðgerða var 96 mínútur. Tuttugu og sjö sjúklingar
(31%) fengu 28 fylgikvilla og voru flestir minniháttar. Algengasti fylgi-
kvillinn var að keri dróst út (n=20) en aðrir voru gallleki (n=3), verkir
(n=3) og endurtekin gallblöðrubólga (n=2). Fimm sjúklingar (6%) létust
innan 30 daga frá keraísetningu, þrír vegna sýklasóttarlosts en tveir af
ástæðum ótengdum sjúkdómnum eða meðferðinni.
Ályktun
Ísetning gallblöðrukera er ekki algeng meðferð við bráðri gallblöðru-
bólgu á Landspítala. Meðferðin er örugg og getur gagnast vel eldri
sjúklingum sem ekki er treyst í skurðaðgerð.
Katrín Hjaltadóttir1
Kristín Huld Haraldsdóttir1,3
Pétur Hörður Hannesson2,3
Páll Helgi Möller1,3
Höfundar eru öll læknar.
1Skurðdeild, 2röntgendeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Katrín Hjaltadóttir, katrinhjalta@gmail.com
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.04.226
Þegar ákvörðun er tekin um íhaldssama meðferð er sjúkling-
ur meðhöndlaður með sýklalyfjum en auk þess er mögulegt að
leggja kera gegnum húð og inn í gallblöðruna (percutaneous cho-
lecystostomy) til að létta á henni. Aðferðinni var fyrst lýst sem með-
ferð við bráðri gallblöðrubólgu af Radder árið 1980 þótt að tæknin
hafi verið til staðar frá því 1921.6 Síðan þá hefur gallblöðrukeri
verið valkostur við meðferð bráðrar gallblöðrubólgu hjá bráðveik-
um sjúklingum eða þeim sem eru í aukinni áhættu á fylgikvillum
tengdum svæfingu og aðgerð. Þessari meðferð er stundum beitt
ef sjúklingar eru óstöðugir eða svara ekki hefðbundinni meðferð
með sýklalyfjum. Samhliða eru sjúklingum gefin sýklalyf í æð.