Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2019, Side 26

Læknablaðið - apr. 2019, Side 26
178 LÆKNAblaðið 2019/105 Sýkingar í bringubeinsskurði Við opnar hjartaaðgerðir er næstum alltaf komist að hjartanu í gegnum bringubeinsskurð og bringubeinið sagað upp að endi- löngu. Sýking í bringubeinsskurði er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða og greinist hjá allt að 10% sjúklinga.15,16 Í flestum tilvikum er um að ræða snemmkomnar yfirborðssýkingar sem greinast innan 90 daga eftir aðgerð. Þær ná aðeins niður í húð og húðbeð (subcutis)17 og svara því yfirleitt meðferð með sýklalyfjum og hreinsun á sárinu.18 Í 1-3% tilfella nær sýkingin að teygja sig niður í beinið og jafnvel alla leið í fremra miðmæti. Þetta kallast miðmætisbólga (mediastinitis) og er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar meðferðar (mynd 1a).1,2,7 Oftast er stuðst við skilmerki Center of Disease Control (CDC) við greiningu djúprar bringu- beinssýkingar en til að standast greininguna þarf eitt af þremur skilyrðum í töflu II að vera uppfyllt innan 90 daga eftir aðgerð.17-19 Síðbúnar sýkingar í bringubeini greinast meira en 90 dögum eftir aðgerð en skilmerki fyrir greiningu þeirra eru ekki jafn skýr og fyrir snemmbúnu sýkingarnar. Oftast er til staðar langvinn sýking í bringubeini (osteomyelitis) með ígerð (subcutaneous abscess) og fistlum út á húð (sternocutaneous fistulas, SCF).1-3,20 Einkenni og rannsóknir til greiningar Mikilvægt er að greina þessar sýkingar sem fyrst því dánartíðni eykst eftir því sem greining dregst á langinn.1 Tveir af hverjum þremur sjúklingum greinast innan tveggja vikna eftir aðgerð21 og eru einkenni allt frá vægum roða og útferð í afmörkuðum hluta skurðarins yfir í slæma brjóstverki og rof á stærstum hluta sársins.1,2 Hiti er yfirleitt til staðar en við miðmætisbólgu bætast við einkenni sýklasóttar (sepsis), eins og hraður hjartsláttur og lágur blóðþrýsingur. Algengt er að sjúklingarnir kvarti undan verkjum frá bringubeini sem versna við hósta, og má rekja til loss á bringubeini. Á röntgenmynd af lungum getur sést breikkun á miðmæti en tölvusneiðmynd af brjóstholi er mun nákvæmari rannsókn til greiningar.22 Þar sést yfirleitt vökvasöfnun með loft- bólum í miðmæti og los á bringubeini, sem eru hluti af skilmerkj- um CDC fyrir miðmætisbólgu (tafla II). Ræktanir eru alltaf teknar frá bringubeinsskurði og hvít blóðkorn og CRP mæld í blóði en þegar grunur leikur á miðmætisbólgu er einnig mikilvægt að taka blóðræktanir. Áhættuþættir Djúp sýking í bringubeini er fylgikvilli sem yfirleitt greinist á fyrstu 3-4 vikum eftir aðgerð, en getur þó greinst allt að 90 dögum eftir aðgerð.23 Áhættuþættir hafa verið rannsakaðir hér á landi og eru þeir í helstu atriðum sambærilegir þeim sem er lýst erlendis.7 Áhættuþáttum er oft skipt í þrennt en þeir helstu eru:1,2,8,9,16,24,25 Fyr- ir aðgerð: sykursýki, offita, útæðasjúkdómur, reykingar, hjartabil- un, langvinn nýrnabilun og langvinn lungnateppa. Í aðgerð: báðar innri brjóstholsslagæðar (bilateral internal mammary arteries, BIMA) notaðar sem slagæðagræðlingar, langur aðgerðartími og endurað- gerð á hjarta. Eftir aðgerð: Langvarandi meðferð í öndunarvél og notkun æðahvetjandi lyfja á gjörgæslu. Langvarandi og kröftugur hósti getur losað stálvíra og þannig opnað sárið fyrir bakteríum. Sjúklingar með langvinna lungna- teppu og langa reykingasögu eru því í aukinni áhættu á djúpum bringubeinssýkingum.1,2 Einnig er aukin áhætta við enduraðgerð- ir á hjarta, ekki síst ef enduraðgerð er gerð vegna blæðingar. Hjá sjúklingum með útæðasjúkdóm er aukin hætta á sýkingu þar sem blóðrás til bringubeins getur verið skert.7 Sama á við þegar báð- ar innri brjóstholsslagæðar eru notaðar við kransæðahjáveitu en þar er áhættan mest hjá eldri sjúklingum með sykursýki.26-28 Loks eru ónæmisbældir sjúklingar og sykursjúkir næmari fyrir djúpum bringubeinssýkingum, enda ónæmissvörun þeirra skert.29 Tafla I. Orsakir djúpra miðmætissýkinga á Íslandi 1997-2004. Byggt á heimild 7. Fjöldi tilfella (%) Gram-jákvæðar bakteríur Staphylococcus aureus 16 (39) Kólagulasa neikvæðir stafýlókokkar 10 (24) Aðrar 4 (15) Gram-neikvæðir stafir 4 (10) Candida-sveppasýking 2 (5) Sýkingavaldur ræktast ekki 3 (7) Tafla II. Skilmerki Center of Disease Control (CDC) fyrir greiningu djúpra sýk- inga í bringubeini.18 i) Sýkill ræktast frá vef í miðmæti eða í vökva frá sári ii) Miðmætisbólga sést við skurðaðgerð eða í vefjasýni frá miðmæti iii) Að minnsta kosti eitt af eftirfarandi teiknum eða einkennum þar sem aðrar orsakir eru útilokaðar: hiti (>38°C), brjóstverkur og bringubeinslos, ásamt einu af eftirfarandi skilyrðum: a) gröftur frá miðmæti b) sýkill ræktast í blóði eða sárvökva frá miðmæti c) víkkun á miðmæti á röntgenmynd af lungum Y F I R L I T S G R E I N Mynd 1a. Gröftur vellur úr sári sjúklings með miðmætisbólgu tveimur vikum eftir opna hjartaaðgerð.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.