Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - Apr 2019, Side 34

Læknablaðið - Apr 2019, Side 34
186 LÆKNAblaðið 2019/105 Ríflega 70 fleiri læknar starfa nú á Íslandi en gerðu í aðdraganda hrunsins. Fjölmargir læknar fluttu úr landi eftir hrun. Þeim fækkaði um 90 milli áranna 2008 og 2009. Fæstir voru þeir árið 2012, rétt um 1060 en síðan þá hefur þeim fjölgað ár frá ári. Þeir eru nú um 1230. Þrátt fyrir þessa fjölgun segir Læknafélag Íslands þá of fáa í flestum deildum, enda hafi landsmönnum fjölgað um 30.000 á þessum sama tíma. Sérstaklega sé skortur á almennum læknum á landsbyggðinni og hafi til að mynda læknum á Austfjörðum fækkað um 47% frá árinu 2010. Í íslensku svörunum segir að fjárframlög til íslenska heilbrigð- iskerfisins hafi lækkað árlega um 3% á föstu verðlagi frá hrunár- inu 2008 til ársins 2013. Ekkert hinna Norðurlandanna sýnir álíka samdrátt í fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins í svörum sínum til norrænu læknablaðanna, þótt Danir greini einnig frá bágri stöðu miðað við aukinn kostnað. Frá árinu 2013 hafi hækkunin hér á landi verið að jafnaði 3,5% og vöxtur þjónustunnar því að jafnaði 0,5% á þessum áratug. Læknafélag Íslands segir frá nýrri heilbrigðisstefnu stjórn- valda, frá nýjum Landspítala, samningsbrotum á rammasamn- ingi og frá auknum heimildum ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga þegar komi að lyfjaávísunum. Einnig frá auknum áherslum á sjúkrahúsið í stað einkaþjónustu lækna. Hins vegar skorti á inn- viði til að mæta þeirri breytingu. Félagið telur að þessi aukna áhersla á sjúkrahúsin geti jafnvel breytt landslagi heilbrigðisþjónustunnar hér á landi á þá leið að það myndist þörf fyrir almennar sjúkratryggingar til að sækja einkaþjónustu. Þessi óvissa nú geti þó valdið því að færri læknar komi heim næstu misseri. Félagið gerði könnun á heilsufari lækna árið 2018 og þar kem- ur fram að þótt 86% lækna séu ánægðir með starfsval sitt hafa 65% stéttarinnar upplifað mikið stress og álag síðustu 6 mánuði. 57% vinna yfirvinnu og rúmur fjórðungur meira, milli 61-80 klukkutíma á viku. Milli áranna 2010 og 2013 fækkaði heimilislækn- um um 13% að jafnaði, en að meðaltali voru 1732 landsmenn á hvern heimilislækni á árinu 2015. Heimilislæknum fjölgar nú hér á landi og fylla 67% stöðugilda. Misjafnt er hve hátt hlutfallið er eftir landshlutum, allt frá frá 34% til 100%. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS Fleiri læknar á landinu en við hrunið Svör finnska læknafélagsins úreltust að hluta föstudaginn 8. mars þegar finnska rík- isstjórnin sagði af sér í kjölfar þess að hafa ekki náð fram veigamiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. Stjórn finnska forsætisráðherrans Juha Sipila sem haldið hafði um stjórnartaumana frá árinu 2015 stefndi samkvæmt frétt mið- ilsins DW.com að því að færa heilbrigðiskerfið frá sveitar félögum til sýslna. Var það sagður liður í að ná tökum á stigvaxandi kostnaði við kerfið vegna öldrunar þjóðarinnar. Stjórnin taldi að þannig mætti koma árlegum kostnaðarauka á árabilinu 2019-2029 í 0,9% í stað 2,4%. Finnska læknafélagið segir veika grunnþjónustu helstu áskor- unina í finnsku samfélagi. Biðin eftir tíma hjá heimilis læknum sé svo löng að stór hluti Finna noti ekki opinbera grunnþjónustu heldur stóli á einkalæknisþjónustu. Finnska læknafélagið telur ekkert eitt mál stærra en annað þegar kemur að daglegu amstri í störfum lækna. Það nefnir einnig að ekki sé skortur á læknum í landinu, þótt þá skorti í sumum sérgreinum. Þá sé erfitt að ráða lækna í strjálbýli sem skýrist fyrst og fremst af því að þar vilji fáir búa og þar sé enga vinnu að hafa fyrir maka læknanna. 1200 Finnar stunda nú læknisnám erlendis. Þá hefur nýnemum fjölgað úr 600 í 750 á síðustu árum. Finnska læknafélagið telur því ekki úti- lokað að offramboð verði á finnskum læknum í náinni framtíð. FINNSKA LÆKNAFÉLAGIÐ Ríkisstjórn Finna sprakk vegna heilbrigðiskerfisins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.