Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2019, Page 47

Læknablaðið - Apr 2019, Page 47
LÆKNAblaðið 2019/105 199 Reglur um verklag virka lítið sé þeim ekki fylgt. Ólafur G. Skúlason, hjúkrunar- deildarstjóri á Landspítala, segir landlægt á spítalanum að fólk taki sér það vald að ákveða hvort það fylgi reglunum. „Það ber á því að sumir hugsa: Ég er ekki sammála því að ég eigi að vera með húfu á þessum stað. Þá ætla ég ekki að gera það.“ Þá séu umgengnisreglur á spít- alanum virtar að vettugi. „Enginn á að vera með úr eða hring en þú sérð samt margt starfsfólk með hring og úr. Því finnst það allt í lagi. Það er ekki nóg að setja verkreglur. Það þarf að fylgja þeim eftir,“ bendir hann á. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, deildarstjóri á sýkingavarnadeild Landspítala, tekur undir þessi orð Ólafs. „Víða eru sóknar- færi,“ segir hún. Eftirfylgni við reglur sé mun ríkari víða erlendis en hér á landi. Vandinn liggi meðal annars í menn- ingunni. „Er ekki sagt að margir Íslendingar eigi erfitt með að fara eftir reglum? Standi til að mynda ekki í röð. Sumir skilja ekki tilganginn, vita ekki og trúa ekki. Svo eru aðrir sem halda að þeir viti betur. Oft er þetta sama fólkið sem fylgir reglunum erlendis, enda erfitt að vera sá sem sker sig úr.“ Það tilheyri öryggismenningu að fara að reglum og sé grundvöllur þess að rjúfa smitleiðir milli sjúklinga. Nærtækasta dæmið um litla reglufylgni sé að sýkingavarnadeild Landspítala hafi ákveðið að allir sloppar yrðu stutterma. Bæði nefna að margir læknar séu ósáttir við það og ætli ekki að fylgja fyrirmælun- um. Ólafur segir eftirmálana enga. „Þetta þykir mér skrýtið því setji vinnuveit- andinn reglur ber að fylgja þeim.“ Ásdís segir rannsóknir sýna að bakt- eríur setjist helst í ermalíningar, vasa og mittissvæði sloppanna. Fólk eigi að fara í hreinan vinnufatnað daglega en það geri ekki allir. Þá sé bannað að vera með skart á höndum, langar neglur og gervi- neglur. „Það er sárt að taka niður hringa en bakteríum er sama hvort þær ferðast á milli með giftingarhring eða öðrum hring. Undir hringnum er dásamlegt að vera ef þú ert baktería.“ Ásdís Elfarsdóttir Jelle á sýkingarvarnardeild Landspítala sem hefur vinnuaðstöðu við Eiríksgötu. Mynd/gag ekki með þessa síu. Það bregst við öllu og horfir á allt.“ Ólafur segir áhugavert hvernig teymi læri að þekkja hvert annað og hætti að velta fyrir sér truflunum sem aðrir valdi. „Þetta styður það sem við erum að gera á Landspítala. Við vinnum í teymum. Sama fólkið vinnur saman. Það þekkir þarfir hvers annars.“ Ólafur svarar játandi að setja þurfi ferla og reglur til að minnka truflanir. Einn hængur sé þó á því hér á landi. „Við erum ekkert rosalega reglufylgin. Við förum okkar eigin leiðir,“ segir hann. Ör- yggi sjúklinga sé þó alltaf í fyrirrúmi. Hann nefnir einnig að minnka megi truflanir með því að fólk velti fyrir sér hvort samskipti megi bíða þar til að- gerðinni sé lokið? „Þá þurfum við að taka tillit til þess þegar nýtt fólk er í aðgerð- um, þegar við erum að þjálfa upp nýja skurðhjúkrunarfræðinga og skurðlækna.“ Hann nefnir til að mynda að í flugtaki og lendingu megi ekki trufla flugmenn. Ljóst sé að starfsfólk upplifi mestu truflunina þegar það þurfi að einbeita sér. „Svo er hægt að þjálfa fólk svo það venjist truflunum sem við getum ekki útrýmt, eins og þegar tækin pípa eða eitthvað kemur upp á. Hægt væri að gera það í herminámi, þar sem innleiddar eru truflanir.“ Ólafur segir líka mikinn hávaða á skurðstofum, frá tækjum, sogi og viftum. „Svo erum við að negla og hamra, þannig að við þurfum að huga að því hvernig við minnkum lætin, eins og með heyrnarhlíf- um, en heyrum þó enn í hvert öðru,“ segir Ólafur. „Klárlega getum við þó strax minnkað óþarfa samskipti,“ segir hann. Ólafur segir að áhugavert væri að rannsaka hversu margar truflanir væru á skurðstofum Landspítala að meðaltali og einnig að kafa betur ofan í hvaða truflanir hafi neikvæðustu áhrifin inni á þeim. „Reyndara fólk venst utanað- komandi truflunum eins og hljóði, hita, kulda og öðrum truflunum og hættir að bregðast við þessum þáttum. En unga nýja fólkið er ekki með þessa síu. Það bregst við öllu og horfir á allt.“ Skortur á reglufylgni á Landspítala Hjúkrunardeildarstjóri segir reglur aðeins virka sé þeim fylgt. Deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítala segir víða sóknarfæri þegar komi að því að fylgja reglum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.