Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 6
ragnhildur pétursdóttir
I
I júnílok sumarið 1938 var undirrituð að ljúka námi sem
vefnaðarkennari við Den Kvinnelige Industriskole í Oslo
nú Statens læreskole i forming. Fjárráð þeirra tíma nem-
enda voru ekki upp á marga fiska og þóttist hver sá hólp-
inn sem átti fyrir næstu máltíð; í hópi þeirra er ekki áttu
það var, greinarhöfundur. Eina góðviðrishelgi var ég sem
oftar stödd á heimili föðursystur minnar Guðrúnar
Brunborg, er búsett var skammt frá Oslo. Fleiri gestir
voru. Þeirra á meðal Lára Sigurbjörnsdóttir frá Ási í
Reykjavík, hún hafði kennt mér á Ftúsmæðraskólanum á
Hallormsstað. Kjör mín bárust í tal og sagði Lára þá:
„Skrifaðu til Ragnhildar Pétursdóttur í Háteigi, hún er í
stjórn Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfélaga, það
kostar ekkert að reyna.”
Eg fór að ráðum Láru og sendi bréf með greinargerð
um stöðu mína og beiðni um aðstoð. Ekki leið langur
tími þar til kom svar og fjárstyrkur, svo ég gat greitt þær
skuldir er stofnað hafði verið til. Um sumarið vann ég svo
hjá norsku konunni er ég hafði búið hjá, passaði örvasa
móður hennar. Kaupið í Noregi var lágt á þessum árum
og sá ég ekki fram á að eiga fyrir fargjaldi heim um
haustið. Mest langaði mig þó að halda áfram nárni, en á
því voru engin tök að sinni. En viti menn, seinni hlutann
í ágúst kemur til mín bréf frá Ragnhildi og boð um vinnu
á vegum Sambands íslenskra heimilisiðnaðarfélaga, laun
þau sömu og barnakennara og farmiði heim til Islands,
sem ég gæti greitt þegar ég fengi kaup. Auðvitað tók ég
þessu tilboði fegins hendi, fór með norsku skipi til
Reykjavíkur og gerði síðan fljótlega vart við mig í Há-
teigi. Frá þeim tíma eignaðist ég þar mitt annað heimili
og fæ það aldrei fullþakkað.
II
Ragnhildur Pétursdóttir fæddist í Engey hinn 10. febrúar
1880, ein af fjórum dætrum þeirra hjóna Ragnhildar Ol-
afsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum og Péturs Krist-
inssonar í Engey. Sambúð þeirra Ragnhildar og Péturs
varð ekki löng. Pétur andaðist eftir erfiðan sjúkdóm árið
1887, þá aðeins 35 ára að aldri. Löngu seinna giftist
Ragnhildur Ólafsdóttir húsfreyja í Engey Bjarna Magn-
Ragnhildur í Háteigi.
ússyni skipstjóra, miklum sæmdarmanni og eignuðust þau
eina dóttur svo þær Engeyjarsystur voru fimm talsins.
Árið 1905 hleypti Ragnhildur Pétursdóttir heimdragan-
um og fór til Noregs í nám í húsmæðrafræðum og dvaldi
þar til ársins 1907. Þá bjó í Noregi Halldóra Bjarnadóttir
ásamt móður sinni; var Halldóra kennari við barnaskóla
Mossbæjar á Austfold. Ragnhildur bjó hjá þeim mæðgum
á meðan hún beið eftir skólavist. Voru þetta þeirra fyrstu
kynni en áttu eftir að verða að órjúfandi vináttu sem ent-
ist þeim alla æfi. Mörg urðu þjóðþrifamálin sem þær
störfuðu að í sameiningu.
Eftir heimkomuna kenndi Ragnhildur á vegum Búnað-
arfélags íslands matreiðslu á ýmsum stöðum á Suður-
landi. Þessi námskeið munu hafa verið þau fyrstu sinnar
tegundar sunnanlands. Um skeið kenndi hún við hús-
stjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík.
6
HUGUR OG HÖND