Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 7

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 7
Ragnhildur tók mikinn þátt í félags- og baráttumálum kvenna. Gekk í félög er fyrir voru og var einn af stofnfé- lögum nýrra m. a. Heimilisiðnaðarfélags Islands hinn 12. júlí 1913. Hún var og í hópi þeirra er ötullega börðust fyrir kosningarétti kvenna. I Hlín, ársriti kvenna 1941, er birt útvarpserindi er hún flutti hinn 19. júní 1941 á 26 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þykir henni uppskeran rýr að ekki skuli fleiri en tvær konur hafa setið á Alþingi í þennan rúmlega aldarfjórðung (þær Ingibjörg H. Bjarna- son og Guðrún Lárusdóttir) og segir að oft setji að sér ugg um að þær missi aftur kosningarétt sinn ef ekki verði betur að málum staðið og nefnir um það dæmi bæði frá Englandi og Ameríku. Ragnhildur hafði alla æfi brennandi áhuga á húsmæðra- fræðslunni og var ávallt í fylkingarbrjósti þar sem þau mál voru á döfinni. Heimilismenning var hennar hugsjón. Hún var einn af frumkvöðlum um stofnun Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og fyrsti formaður skólanefndar og sat í henni svo lengi sem aldur og heilsa entust. Hinn 18. júlí 1911 mátti lesa í dagblaði í Reykjavík að gefin hefðu verið saman í hjónaband Ragnhildur Péturs- dóttir frá Engey og Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri. Fylgdi fréttinni að í stað brúðkaups hefðu þau gefið gild- an sjóð til Vífilstaðahælis. Þessi ákvörðun ungu hjónanna lýsir greinilega viðhorfi þeirra og menningararfi. Ragn- hildur og Halldór hófu fljótlega byggingu á framtíðar heimili sínu suðaustur af Reykjavík þeirra daga. Reist var íbúðarhús og gripahús, brotið land og ræktuð tún og áður en varði hafði risið þarna fyrirmyndar stórbýli, svo af bar bæði innanhúss og utan. Veggtcppi, stærð 73 x 87 cm. ofið úr handspunnu jurtalituðu bandi. HUGUR OG HÖND 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.