Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 11
heimilisiðnaðarfélag íslands 70 ára, 12. júlí 1983.
Heimilisiðnaðarfélag íslands var stofnað 12. júlí 1913 og
er félagið því sjötugt á þessu ári.
Forsaga stofnunar þess átti eflaust rót sína að rekja um
50 ár aftur í tímann eða til ársins 1862. Þá fékk Sigurður
Guðmundsson málari þá hugmynd, að nauðsynlegt væri
að koma upp forngripasafni, til að safna þangað og varð-
veita þar íslenzka gripi og menningarverðmæti frá 1000
ára tilveru íslenzkrar þjóðar í landinu. Ástæðan hefur trú-
lega verið fundur gamalla muna í uppgreftri bæjar eins á
Norðurlandi 1860-61. Onnur orsök og ekki veigaminni
var sú, að erlendir menn og söfn leituðu mjög eftir því
að fá hér gamla íslenzka muni, bækur og annað.
Menningarverðmæti íslenzk streymdu þannig til hins stóra
þjóðminjasafns í Danmörku og til Norðurlanda annarra.
1863 Hugmynd Sigurðar fékk fljótt stuðning og 1863
var Forngripasafn íslands stofnað með l'yrstu
gjöfinni til þess, 15 gripum frá Sr. Helga Sigurðs-
syni, Jörva.
Með stofnun Forngripasafns íslands fóru menn
að skilja betur gildi hinnar fornu bændamenning-
ar og starfs heimilanna og halda til haga góðum
gripum og bjarga bókum frá eyðileggingu eða
flutningi til útlanda. Einnig að átta sig á vinnuað-
ferðum og meta hið gamla handverk. Til þess að
kynna þessi sjónarmið og fá sem flesta með var
1883 sýning haldin 1883 á vegunr iðnfélaga í Reykja-
vík. Margskonar vörur frá byrjandi iðnaði,
áhöld, vélar, jafnvel matvörur, en einnig mál-
verk og höggmyndir. Heimilisiðnaðarhlutir áttu
þó verulegan þátt í þessari sýningu: vefnaður,
saumur, ullarvinna og smíðahlutir. Eftir alda-
mótin byrjuðu vinir heimilisiðnaðarins einnig
námskeið ýnriskonar, t. d. í vefnaði.
1911 Önnur sýning var haldin í Reykjavík 1911 um
sama efni, einnig á vegum iðnfélaga og hand-
verksmanna. Þar var þáttur heimilisiðnaðar enn
greinilegri. Þessir fáu punktar um forsögu þeirrar
þróunar, sem leiddi til stofnunar Heimilisiðnað-
arfélags íslands 1913, verða að nægja þó lítið sé,
um 50 ára tímabil, þ. e. hugmynd Sigurðar
Guðmundssonar málara um fornminjasafn, svo
rösklega framkvæmd 1863 og sýningarnar.
Fyrstu uppástungur um stofnun Heimilisiðnað-
arfélags Islands (H. I.) munu hafa komið fram
veturinn 1911-12 í Lestrarfélagi kvenna, svo
segja má, að konur standi bak við flest gott.
1913 H. í. var svo stofnað 1913. Fyrsti formaður (hét
forseti) þess var Jón Þórarinsson fræðslumála-
stjóri og með honum einvalalið í stjórn, þ. e.
Matthías Þórðarson fornminjavörður, Rögnvald-
ur Olafsson, fyrsti starfandi arkitekt landsins,
Ásgeir Torfason, fyrsti efnafræðingur landsins,
Ingibjörg H. Bjarnason forstöðukona Kvenna-
skólans í Reykjavík, Inga Lára Lárusdóttir og
Sigríður Björnsdóttir. Ýtarleg lög voru samin, svo
mjög að mörg atriði standa enn og ýmsar hug-
myndir hafa ennþá varla komið til framkvæmda.
Félagið var landsfélag. Var þegar hafist handa
um námskeið og aðra leiðbeiningastarfsemi.
Voru þau styrkt af landssjóði og Reykjavíkurbæ.
Ýmis smærri heimilisiðnaðarfélög tóku að rísa úti
1920 á landi næstu árin. Var þá, 1920, stofnað Samb-
and íslenzkra heimilisiðnaðarfélaga, aðallega til
útdeilingar á styrkjum til þeirra úr landssjóði og
svo síðar, árið 1927, til þess að vera aðili að
Heimilisiðnaðarsambandi Norðurlanda (Nordens
Husflidsforbund). Við þessa breytingu varð H. í.
meira félag Reykjavíkur, þó það héti ennþá upp-
runalegu nafni. Með tilkomu húsmæðraskólanna
og verknámsdeilda annarra skóla breyttist verk-
svið heimilisiðnaðarfélaganna og þeim tók að
fækka. H. í. var að lokum aftur eitt eftir. Sam-
bandið var lagt niður 1959 og H. I. gert að
landsfélagi á ný.
Freistandi væri að nefna nöfn nokkurra þeirra
ágætu karla og kvenna, er lögðu starfinu lið á
þessum árum. Eg verð líklega að láta nægja að
nefna Halldóru Bjarnadóttur, sem lengi var fast-
ur ráðunautur ríkisins um heimilisiðnaðarmál eða
HUGUR OG HÖND
11