Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 15

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 15
silfursmíðar helga þórðarsonar Einn hinna högu silfursmiða á 18. og 19. öld var Helgi Þórðarson á Brandsstöðum í Blöndudal. Um hann er þó ekki miklar heimildir að finna og hans er næsta sjaldan getið nema í manntölum og kirkjubókum með stuttorðum upplýsingum að venju um aldur og hjúskaparstétt. Helgi mun fæddur snemma árs 1761 að Torfalæk í Húnavatnssýslu, en þar var faðir hans Þórður Helgason bóndi og hreppstjóri. 1801 er Helgi leiguliði á Brands- stöðum fertugur að aldri og býr þar með konu sinni Olöfu Símonardóttur, sem hann kvæntist ekkju og hafði búið þar áður. Eru börn þeirra þá tvö og urðu ekki fleiri. Helgi er í manntalinu það ár kallaður silfursmiður og einnig er hann meðhjálpari. Arið 1816 er orðið tvíbýli að Brandsstöðum og búa þau hjónin, Helgi og Ólöf, á öðru býlinu en á hinu dóttir þeirra Hólmfríður og maður henn- ar Björn Bjarnason, sá er ritaði Brandsstaðaannál. Helgi lézt þar á Brandsstöðum 20. apríl 1828, 67 ára. Helgi Þórðarson hefur verið óvenjuhagur silfursmiður og mætti ætla af smíðisgripum hans, að hann hafi lært ytra. - Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum hafði heyrt, að Helgi hefði lært í Danmörku og að þar ytra séu tveir kaleikar eftir hann í kirkjum, en ekki hefur nafn hans fundizt í bókum gullsmiðafélagsins í Kaupmanna- höfn, þar sem mestar líkur eru til að hann hefði lært, og kaleikar þessir eru óþekktir. Það sem einkum bendir til, að Helgi hafi lært ytra, eru auk vandaðs handbragðs sem minnir á lærðan smið, ka- leikar nokkrir frá hans hendi, en vart hafa aðrir smíðað kaleika en lærðir silfursmiðir. Svo er og það, að hann stimplar smíðisgriði sína, en á þessum tíma munu vart aðrir en lærðir smiðir hafa stimplað hérlendis. Kaleikar Helga í krikjum eru sjö talsins og fylgja flest- um þeirra patínur. Helgi hefur númerað kaleikana, þann- ig er kaleikur í Viðvík nr. 10, á Bergsstöðum í Svartárdal nr. 11 og á Breiðabólstað í Vesturhópi nr. 12. Neðan á fæti hans er þessi áletrun: „No. 12 Helge Þórðarson. 1825. Vegur 23 Lod 2. qvint”. Að auki er svo stimpill Helga, stórt gotneskt H í skrautumgerð og á patínunni er sami stimpill og ártalsstimpill 1825 og að auki grafið: „Vegur 6 Lod”. Patína í Hvammstangakirkju, áður í Kirkjuhvammskirkju, eftir Helga Þórðarson. IHS, fangamark Krists, í eikarlaufakransi, á röndina graf- ið: Deo Omnipotenti et Salvatori Jesu Christo Sacrum. Ljósm. Ole Villumsen Krog. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.