Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 20
Er leðrið innlent?
Allt útlent, því miður.
Gætum við ekki framleitt svona gott leður hér?
Gætum það kannski, en það er ekki hlaupið að því. Þetta
er gömul og gróin list að gera gott leður og víða tíðkast
í fyrirtækjum enn að sonur tekur við af föður, og reynt er
að halda leyndu hvernig gera skal gott leður. Formúlur
ekki gefnar upp í sambandi við litun, sútun og fleira.
Þegar afi þinn smíðaði hnakka, notaði hann þá innlent
efni?
Nei, ég býst ekki við því. En það var aðeins borið við
á Akureyri um tíma að búa til leður til skósmíði, ég held
það hafi aldrei verið búið til verulega gott leður til söðla-
smíði.
Eru ístöð framleidd hér?
Já, það eru ístöð framleidd hér, en megnið er þó innflutt.