Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 22

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 22
Söðull með gömlu lagi, fótafjölin fyrir báða fætur. Flosuð söðulsessa úr togi. Silfurbúin svipa, hnakk- taska og beislisstengur úr kopar, íslensk smíð. t’jóðminjasafn Islands. gaman er að skreppa á bak Talið er að hesturinn hafi fylgt okkur Islendingum frá því land byggðist. Erfitt hefði verið að vera án hans, var hann mikilsverður þáttur í lífi fólksins, enda oft nefndur „þarfasti þjónninn“. Hélt hann því nafni allt til þess að vélaöld hóf innreið sína. Það var gripið til hestsins ef fólk þurfti að bregða sér bæja á milli, fara til kirkju, í kaupstað eða lengri ferða- lög. Allan flutning lengri eða skemmri önnuðust þessar blessaðar skepnur. Heyband var sett upp á klakka eins og allur annar farangur langt fram á þessa öld. Einstaka bóndi eignaðist vagn eða kerru, nokkru eftir aldamótin, en þeim var ekki hægt að koma við nema á stöku stað vegna vegleysu. Fyrir utan öll þau margvíslegu not sem menn höfðu af hestinum bættist við ánægjan, sem fólkið hafði af reiðhestum sínum. Yndið af að skreppa á bak var öllum þorra landsmanna óendanlega mikils virði. Það var því engin furða þótt hesturinn nyti mikilla vinsælda fyrir alla þá þjónustu er hann veitti bæði ungum og öldnum. Þegar börnin stálpuðust svo að þau gátu farið með gullastokkinn sinn á vorin út á bæjarhólinn og hvolft þar úr honum, gaf að líta marga fallega leggi og fjölbreyttar skeljar. Einna mest bar þó á leggjunum. Framfótaleggir voru reiðhestar, en afturfótaleggir brúkunarhross. Er búið var að dreifa búpeningi um hólinn voru reiðhestarnir 22 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.