Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 23
beislaðir með fallegum bandspotta og skellt á skeið út um
víðan völl. Auðsjáanlega var hesturinn í mestu dálæti hjá
börnunum. Oft voru leggirnir litaðir, hafði verið notað
tækifærið þegar mamma var að lita band að haustinu.
Sumir voru einlitir, aðrir skjóttir eða höttóttir o. s. frv.
Eftir engu barnagulli hef ég séð meira en móhöttóttum
legg er hvarf eitt sinn úr gullastokknum mínum og kom
aldrei aftur í leitirnar. Dýrustu gullin veita ekki ávallt
mesta gleði, og eru ekki mest virði fyrir börnin. - Prik
voru líka notuð sem reiðhestar, þá var bundið band um
prikið sem beisli, farið á bak og þeyst af stað. - Börn
voru ekki há í loftinu þegar þau fóru að ríða berbakt með
snæri fyrir beisli. Það var þá góð og mikil eign að eiga
gott snæri upp í hest.
Oskadraumur flestra unglinga var að eignast reiðtygi og
falleg reiðföt. Að eignast reiðhest var dýrðardraumur,
sem sjaldan rættist, slíkt lán veittist tæpast öðrum en stór-
bændum og embættismönnum. Einstaka vinnu- og lausa-
menn áttu þó reiðhesta, en í bernsku minni man ég ekki
eftir að vinnukonur ættu reiðhest, þær fóru á láns-
hrossum, en þeim var það mikið keppikefli að eignast
reiðtygi og falleg reiðföt.
Þegar ég man fyrst eftir riðu allar konur í söðlum. Er
mér mjög minnisstætt þegar þær komu til kirkju heima á
Möðruvöllum í Hörgárdal, hvernig þær klæddust og hve
kyrfilega þær brutu saman reiðfötin sín og lögðu í söðlana
á réttarveggnum áður en gengið var til kirkju. Eldri kon-
urnar voru flestar í brúnellsreiðfötum. Brúnel var þykkur,
svartur dúkur, gljáandi á réttunni en með lítils háttar ló
á röngu. Pilsin voru síð, náðu niður fyrir fótafjöl, þegar
komið var á bak. Sum voru með smáum, þéttum fel-
lingum nema að framan, önnur voru slétt við strenginn
en slógu sér mjög út, svo þau voru víð að neðan. A fram-
dúknum hægra megin voru teknir tveir þversaumar fyrir
hnéð svo pilsið haggaðist síður þegar komið var á bak og
hnéð sett upp á klakkinn. Treyjurnar voru flestar svipað-
ar í sniði, þær náðu rétt niður fyrir mitti, og komu utanyf-
ir pilshaldið. Þær voru aðskornar og þétt kræktar eða
hnepptar upp í háls að framan. Mjó líning var í hálsmá-
linu. Boðungarnir komu í odda að neðan. Aftan á trey-
junni var svolítið stél, sem gerði hana svipmeiri, náði það
12—15 cm niður á pilsið. Svolitlar blýplötur voru festar
undir fóðrinu neðst á stélinu. Var það gert til þess að
stélið fyki ekki upp ef hvasst var. Á höfðinu höfðu eldri
konurnar svokallaða reiðhatta, voru það svartir stráhattar
með háum kolli og litlum börðum. Fjaðra- og perluskraut
var oft á reiðhöttunum. Reiðhattafjaðrir fengust í búðum,
voru þær líkastar strútsfjöðrum.
Yngri konur og heimasætur notuðu oft mislit og þynnri
efni í reiðfötin, svo sem fínt vaðmál, dömuklæði eða „se-
viot“. Treyjan var þá oft flegnari með útáliggjandi horn-
um og kraga að aftan. Um hálsinn innan undir treyjunni
HUGUR OG HÖND
höfðu þær fallegan silkiklút, sem fór þeim vel þegar kom-
ið var á bak. Reiðhattar yngri kynslóðarinnar voru fjöl-
breyttari, ýmist strá- eða flókahattar mislitir með stærri
börðum og lægra kolli. Mislitir borðar voru á höttunum,
stundum voru fallegar slæður bundnar yfir hattana, eða
þær hafðar fyrir andlitinu. Að vetrinum voru allar konur
með aukaskýlur. Allar reiðtreyjur voru fóðraðar og pilsin
með breiðu skófóðri og ullarkantur saumaður neðan í
faldinn.
Það þótti miklu varða að eiga falleg reiðföt og sitja vel
í söðli. Stúlkubörn áttu sjaldan reiðföt fyrir fermingu.
Gömul aflóga peysupils voru oft látin nægja við kápur
sem flestar áttu. Eg var svo lánsöm að eignast reiðföt 12
ára, þau voru úr gráu dömuklæði. Pilsið var sítt með svip-
uðu sniði og fullorðins pils. Treyjan náði aðeins niður í
mitti og var rykkt undir belti, hneppt upp í háls að fram-
an og fallegur kragi í hálsinn.
Þegar frá leið breyttist reiðtreyjan, hún varð síðari og
náði niður á mjaðmir, en pilsið hélt sínu lagi. Algengur
fótabúnaður kvenna voru íslenskir sauðskinnskór með
fallegum íleppum. Að vetrinum voru þær í reiðsokkum
utanyfir.
Reiðsokkarnir voru úr grófu bandi, ýmist litaðir eða í
sauðalitum, prjónaðir í höndum, 2 lykkjur sléttar og 2
lykkjur snúnar, allur sokkurinn. Band var fest í sokkana
neðan við hnéð sem bundið var um fótinn, svo sokkarnir
færu ekki niður. Reiðvettlingar voru fínir fingravettlingar
eða skinnhanskar, þegar best lét. Karlmenn notuðu tví-
þumla belgvettlinga. Þeir voru í reiðbuxum utanyfir.
Voru þær oft úr brúnneli eða molskinni sem kallað var.
Molskinn var fljótt á litið svipað riffluðu flaueli, en miklu
þykkra. Að ofan voru þeir í stórtreyju. Það voru þykkir
fóðraðir jakkar, sem voru aðeins síðari en íverujakkinn.
Þeir voru tvíhnepptir og náðu upp í háls. Kragi var í
hálsinn. Kávíur voru þykkar og síðar mussur. En have-
lokkar voru tilkomumestir. Það voru síðar kápur með
langri klauf að aftan. Slag var á yfirhöfninni, sem náði
niður í mitti og var fest undir kragann. Á höfðinu höfðu
menn kúluhatta eða lina flókahatta, derhúfur eða kask-
eiti.
Karlmenn voru í reiðsokkum eins og konur, en höfðu
oftast skó utanyfir. Mjó ól var spennt um fótinn rétt fyrir
neðan hnéð. Var hún nefnd fótól.
Allir kostuðu kapps um að eignast sem fyrst góð reið-
tygi. Karlmenn riðu í hnakk, eins og nú tíðkast. Sumir
hnakkar voru með dýnu, aðrir ekki. Heldrimenn notuðu
hin svokölluðu „undirdekk“ undir hnakkinn. Voru klæðin
lögð á hestinn áður en lagt var á. Þau náðu niður með
löfunum, að framan var klæðið jafnt hnakkbrúninni, en
náði aðeins aftur fyrir hnakkinn og var breiðara í þann
endann. Venjulega var saumaður bekkur með mislitu
bandi utan um allt klæðið með lykkjuspori eða leggsaum,
23