Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 26

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 26
hestasmiðurinn júlíana Júlíana Halldórsdóttir var fædd á Hóli á Hvilftarströnd við Önundarfjörð 8. júlí 1864. Þar ólst hún upp við fátækt, nýtni, nægjusemi og greiðasemi. Halldór á Hóli var smiður góður og smíðaði margt fyrir nágrannana og það sögðu Garðabræður mér, að alltaf hefði verið gott að koma í búrið til hennar Guðrúnar þegar þeir voru sendir að Hóli einhverra erinda. „Alltaf átti Guðrún bita, til að stinga upp í okkur og við sísoltnir eins og strákar voru á þeim árum”. Guðrún og Halldór á Hóli eignuðust sautj- án börn en ekki komust nema 7 þeirra til fullorðins ára. Eitt vorið dóu þrjú systkinin úr barnaveiki í sömu vik- unni. Hóll er landlítið kot, sem fór í eyði þegar þau hjón fluttu þaðan á gamals aldri. Túnið er lítið og mjög grýtt. Engjarnar aðeins lautir milli holta og grjóthryggja upp frá bænum. Bústofninn var því lítill, en þarna var vakað yfir velferð hverrar skepnu og þeim sýnd nákvæmni og um- hyggjusemi í hvívetna. Júlíana tók snemma þátt í öllum heimilisstörfum eins og venja var og er um sveitabörn. Henni þótti gaman að umgangast skepnurnar á bænum og sérstakt yndi hafði hún af hestum. Ekki veit ég hvenær henni datt fyrst í hug að búa til hest sem leikfang og augnayndi, en þá var hún heima á Hóli. „Ég fór út í hesthús til að skoða hann Skol,“ sagði hún, en það var hesturinn á Hóli. Svo reyndi hún að ná eftirlíkingu. Það var ekkert áhlaupaverk, enda ekki kastað til þess höndunum. Höfuð og fætur var tálgað út tré, göt voru gerð á efri enda fótanna og þeir tengdir saman gegnum kjarnann í bolnum, sem var sérstaklega sniðinn poki, troðinn út með úrgangsull og togi. Makkinn var vandlega stangaður með togþræði svo hann bæri sig vel. Utan um höfuð var saumaður dúkur og það tengt traustlega við hálsinn. Gamalt prjón var síðan saumað utan um búkinn eins og kápa, og lag fengið á brjóst og lend og bóga með togi, sem stungið var inn undir eftir því sem þurfti til að fá eftirlíkinguna sem nákvæmasta. Fax og tagl var gert úr togi sem valið var um leið og tekið var ofan af ullinni. Miklu skipti að hesturinn væri fax- mikill og taglprúður og þannig frá því gengið að óhætt væri að eigandinn bæri hestinn á faxinu eða taglinu, ef honum þótti það henta. Þegar hesturinn var fullskapaður var háin saumuð utanum. Hún var úr nýju einlitu efni, sem líkust eðlilegum hestalit. Svo voru sett á eyru úr elti- skinni, dekkt með lit ef þess þurfti með, og smánaglar (blástifti) fyrir augu, og síðast var saumað beilsi. Stund- um var svo hesturinn settur á pall með hjólum. Eitthvað mun Júlíana hafa gengið í eyrarvinnu á Flat- eyri og þegar hún var um tvítugt var hún um tíma vinnu- kona á Kvíanesi í Súgandafirði. Svo kom hún aftur að Hóli og var þar þangað til árið 1907 að hún flutti með foreldrum sínum að Botni í Súgandafirði. Guðmundur bróðir hennar bjó þá þar með fyrri konu sinni Guðfinnu Egilsdóttur. Þau áttu einn son, sem fæddist það ár. Júlí- ana tók miklu ástfóstri við drenginn og fyrir hann bjó hún til skjóttan hest. Þá áttu börn ekki mikið af leikföngum annað en leggi og skeljar, og svo mikill dýrgripur þótti Skjóni, að hann er enn varðveittur í eigu Eiríks frá Botni. A þessum árum sínum í Botni tálgaði Júlíana líka kind- ur úr tré fyrir bróðursyni sína. Nokkrar þeirra eru ennþá til. Þegar ég fékk að fara í kaupstað í fyrsta skifti, þá sá ég hjá börnum verslunarstjórans á Flateyri þrjá hesta, sem mér var sagt að Júlíana frænka mín í Botni hefði búið til. Ég horfði hugfangin á þessa hesta, svo var ég heilluð af þeim að ég held að mig hafi aldrei á ævinni langað eins til að eignast nokkurn hlut eins og svona hest. En ég sagði engum frá því, og það var ekki fyrr en fullum tuttugu árum seinna að Júlla bjó hann Hrímfaxa til handa mér. 26 HUGUR OG HÖND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.