Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 27
Eftir 15 ára dvöl í Botni kom Júlíana í kaupavinnu að
Kirkjubóli í Önundarfirði til móður minnar, en þær voru
systur. Fór svo fram í nokkur ár að hún var á Kirkjubóli
á sumrin en í Súgandafirði á vetrum. Svo hætti hún að
fara á haustin og settist alveg að hér á Kirkjubóli og því
heimili vann hún svo meðan kraftar entust.
Þegar Júlíana fluttist hingað var hún hætt hestagerð
sinni, en Halldór bróðir minn hvatti hana til að byrja á
henni aftur. Hún taldi í fyrstu öll tormerki á því, en Hall-
dór var ýtinn, svo hún sagði að lokum: „Komdu þá með
spýturnar”. Hún sagði fyrir um lengd og þykkt og lag á
höfði og fótum og fékk efnið sagað niður. Síðan tálgaði
hún það til og hóf sköpunina. Eg litaði fyrir hana baðm-
ullarefni í húðina og svo fæddust hestarnir hjá henni,
rauðir, jarpir og leirljósir, brúnir, bleikir, moldóttir og
mósóttir, henni sjálfri og mörgum öðrum til ánægju.
Ymsir urðu til að panta hjá henni hesta, hún seldi þá við
vægu verði og marga gaf hún.
I elli sinni fékk Júlíana viðurkenningu frá Heimilisiðn-
aðarfélagi Islands fyrir þennan heimilisiðnað sinn, 500
krónur.
Það lýsir henni vel, hvernig hún varði þeim peningum.
Hún keypti fyrir þá ritsafn Einars H. Kvaran, sem þá var
nýkomið út og gaf mér það án nokkurs tilefnis, hún vissi
að mér var það kærkomið.
Júlíana dó á útmánuðum 1946 á 82. aldursári.
Jóhanna Kristjánsdóttir
Þennan hest gerði Júlíana handa
Guðrúnu G. Jónsdóttur fyrir 55
árum. Hann hefur nú verið leik-
fang þriggja kynslóða og má muna
fífil sinn fegri.
HUGUR OG HÖND