Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 31

Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 31
Þótt ekkert verði fullyrt um hvenær börn hófu að leika sér að brúðum, er það fullvíst að á miðöldum eru brúður notaðar sem leikföng í Evrópu. A 19. öld verða brúður æ algengari. I byrjun síðustu aldar hófu menn að fram- leiða brúðuhöfuð og útlimi úr postulíni. Búkurinn var úr leðri eða dúk og fylltur með sagi eða einhverju þess háttar. Iðnbyltingin gerði mönnum kleift að framleiða postulínshöfuð í stórum stíl og mun ódýrar en áður, svo postulínsbrúður urðu lengi alls ráðandi á markaðnum. I byrjun voru þær aðallega framleiddar í Þýskalandi en eftir 1850 fór samkeppnin frá frökkum og dönum vaxandi. Smám saman var farið að framleiða búka úr hörðum efnum, t. d. „celluloid”. Enn seinna var notast við gúmmí eða plastefni í höfuð og búka og þá urðu brúður mun ódýrari og endingarbetri. Leikfangabrúður frá 18. öld og byrjun þeirrar 19. eru flestar eftirlíkingar af fullorðnum konum í tískufötum. Um miðja síðustu öld fara að sjást brúður í unglinga- eða barnalíki. Um og eftir aldamótin 1900 verða smábarna- dúkkur algengar og þoka smám saman fullorðins- dúkkunum úr sessi. Elstu barnadúkkurnar eru þó í raun fullorðinsbrúður í barnafötum. Andlit og hár eru eins og á fullorðnum en brúðurnar eru klæddar í barnaföt. Seinna urðu brúðuandlitin einnig lík smábarnaandlitum. Þegar tímar liðu fram urðu brúðurnar æ líkari fyrir- myndinni, manninum. Elstu brúðurnar höfðu nokkuð eðlilegt höfuð en búkurinn var búinn til úr fimm „pylsum”. Um aldamótin eru smábarnadúkkurnar farnar að líkjast smábörnum, hafa „smábarnamaga” og „smá- barnaspik”. Lengra nær samlíkingin þó ekki, því brúður voru „kynlausar”. Menn voru ekki svo blátt áfram að sýna hvort um var að ræða stelpu eða strák. Fram yfir seinni heimsstyrjöldina var einungis hægt að spá í kyn- ferðið út frá andlitsfalli og hári brúðanna. Tuskubrúður með ásaumuðu höfði og höndum voru al- gcng barnagull fyrstu þrjá tugi aldarinnar, en fínastar þóttu þær sem skörtuðu í ís- lenskum búning. Þær urðu algengar kringum Alþingis- hátíðina 1930. Sumar þeirra eru ennþá til því þær voru minna notaðar. Brúða í peysufötum og möttli frá 1930. Höfuð og hendur úr postulíni frá Þýskalandi. Svunta og slifsi úr silki. Peysan með stakk og hvítt peysubrjóstið skreytt blúndu. Þykkar og miklar hárfléttur þóttu sjálfsagðar við íslenska búninginn ásamt skotthúfu.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.