Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 35

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 35
eina nótt í Laxnesi, var svo komið högum þessarar konu að hún hafði tekið sér mann í stakk að góðra kvenna sið, Pál Einarsson sýslumann í Nesi. Þessi maður stóð með sinn fótinn hvorumegin við opið í sjóndeildarhríngnum, beint í vestur þar sem klukkan verður sex. Hef ég ekki einusinni fyr í þessu skrifi nefnt nafn Svönu sem fluttist með okkur úr bænum? Sú kona hafði einkennilega hæfi- leika til að hlusta með viðhafnarsvip á þær sögur sem lát- laust ultu uppúr barninu um háttalag ofangreindra hjóna. Strax á fyrsta degi í Laxnesi mynduðust stórtíðindi utan- um þau. Kona sem hét Fríða Rósa Hólmfríður frú Engil- bert var eingin læputuðra í framferði sínu. Og Páll sýslu- maður Einarsson í Nesi, sem ég mér til skemri verka kall- aði Palla í Nesi, hann var ekki fyr orðinn til en hann glenti sig yfir skarðið þar sem áin fellur í sjóinn, og mé. Svana hafði feingið þeirrar listar að hafa sögur eftir mér með lángtum betra orðalagi og hnýsilegri niðurskipan efn- is en mér var sjálfum auðið, svo alt fólkið fór að hlæa, en sá sem ekki hló, heldur varð dolfallinn af undrun, það var höfundurinn sjálfur. Ég er viss um að þessi stúlka hef- ur verið leikskáld, því alt sem ég hafði innsolgið sem loft- efni, og sumt reist á misskilníngi á tali spakvitrínga í kríngum mig, þetta gat Svana fært í búníng og teingt við veruleikann, svo ég hlustaði gapandi og gónandi og næst- um trúði sögunni. Nú þegar Fríða Rósa Hólmfríður frú Engilbert var manni gefin, mér liggur við að segja á himni, þá varð ekki hjá því komist að gera mynd þessa manns áþreifanlega í jarðnesku efni, svo faðir minn smíð- aði mér spýtukall hérumbil sex þumlúnga háan. Þegar hann hafði tálgað kallinn rak hann í haus honum tvær plukkur og það glitraði á þessa skóaranagla í höfðinu á manninum, svo ég treysti mér til að þekkja hann aftur þó ég hitti hann ekki fyren mörg ljósár útí mjólkhríngnum. HALLDÓR LAXNESS (í TÚNINU HEIMA)

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.