Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 40

Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 40
handavinnukennsla í barnaskóla reykjavíkur miðbæjarskólanum Ég hef verið beðin um að lýsa handavinnukennslu í Barnaskóla Reykjavíkur, einkum á tímabilinu um 1930, þegar ég hóf kennslu. Það kom fljótt í ljós að of margt var óljóst fyrir mér hvað ég hafði sjálf lært þegar ég var barn í skólanum og hvað var kennt þegar ég byrjaði sem kennari þar. Með aðstoð kvenna, sem ég leitaði til, skólasystra og gamalla nemenda frá fyrstu kennsluárum mínum, tókst að rifja þetta sæmilega upp, enda kom í ljós að tiltölulega fátt hafði breyst á þessum tíma þó nokkur ný efni hefðu komið í stað eldri tegunda. Ég vil hér með þakka öllum þeim sem liðsinntu mér við gerð þessa greinarstúfs. Samkvæmt upplýsingum Pálma Jósefssonar fyrrv. skólastjóra hófst handavinnukennsla í skólanum haustið 1901. Tvær konur, Louise Zimsen og Margarete Siemsen önnuðust kennsluna. Hvað þær voru lærðar veit ég ekki. Haustið 1908 kemur Elín Andrésdóttir svo að skólan- um sem stundakennari í handavinnu og 1910 koma Jó- hanna Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Friðriksdóttir einnig til kennslu í hannyrðum. Samkvæmt upplýsingum í Kennara- tali eru þær allar vel menntaðar bæði hér heima og höfðu allar stundað nám í Danmörku. Þær fengu ekki fastar stöður fyrr en 1922-23, en voru öll hin árin með tíma- kaup og þá aðeins meðan kennsla stóð yfir. Þegar ég var nemandi í skólanum árin 1914—1919 var kennd handavinna í 3.-8. bekk. í 3. bekk saumuðum við prufu úr hvítum perlujava með ýmsum útsaumssporum, gatafaldur var á endum en bryddað með bendlum á hliðum. I 4. bekk saumuðum við koddaver úr lérefti með horni úr bómullarjava saumuðu með harðangur- og klaustursaumi. I 5. bekk buxur, í 6. bekk skyrtu og í 7. eða 8. bekk undirlíf eða „skjört“. Allar þessar flíkur voru að sjálfsögðu úr lérefti, eins og öll kvennærföt sem ekki voru úr ull. Voru þau ísaumuð með enskum og frönskum saumi eða venesiönskum saumi. Allt saumuðum við saman í höndum með aftursting og trúlega lagt niðurvið á eftir (skyrtusaumur), enda þótt saumavélar væru orðnar algengar, þar sem konur urðu að minimwwm MuxmnmmnmtmuJ $ 3F Sýnishorn með ýmsum gerðum af útsaumssporum, saumað í Miðbæjarskólanum 1914-15. sauma allan fatnað og rúmfatnað heima. Þá var ekki hægt að kaupa tilbúinn fatnað. A þessum árum var ekkert kennt að prjóna eða hekla í skólanum. Hver ástæðan var fyrir því veit ég ekki, en mér hefir dottið í hug að þá voru hér konur sem áttu prjónavélar og tóku að sér að prjóna fyrir fólk. A þessum árum var það ekki í tísku að ungar stúlkur í Reykjavík stunduðu prjónaskap og ef til vill var ætlast til að eldra fólkið sæi um þá hlið. 40 HUGUR OG HÖND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.