Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 41
Telpur sem voru duglegar saumuðu gjarnan aukastykki
og þá gjarnan það sem þótti tilheyra daglegum húsbúnaði
og þeim fannst fallegt, svo sem bakkaserviettur, ljósa-
dúka, kommóðudúka eða puntuhandklæði, mest var
saumað með enskum og frönskum saumi, venesiönskum
og harðangur- og klaustursaumi. Sumar telpurnar saum-
uðu púða með flatsaumi og þær myndarlegustu með
kunstbróderíi. Krosssaumur var ekki í tísku þá.
Ég kom svo að skólanum sem forfallakennari veturinn
1927-28. Var þá búinn að vera á 10 mán. námskeiði í
„Den Suhrske Husmoderskole“ í Kaupmannahöfn, sem
útskrifaði handavinnukennara, til kennslu í barnaskólum.
Þar voru mest kennd svipuð verkefni og ég hafði unnið
þegar ég var í barnaskólanum, en við höfðum þó sauma-
vélar og lærðum meðferð á þeim. Enn voru öll nærföt og
náttkjólar úr lérefti og ýmist með blúndum eða ísaumuð.
Okkur var líka kennt að taka mál og búa til snið og
sauma kjóla. I skólanum lærðum við líka að prjóna vett-
linga og sokka og yfirleitt smáhluti eins og telpur í barna-
skólum Danmerkur unnu á þeim tíma; líka lærðum við að
hekla smávegis.
Veturinn sem ég kenndi sem forfallakennari man ég
best eftir að telpurnar saumuðu dúka og púða með mis-
löngum sporum saumað með ullargarni og nokkuð gróft.
En trúlega hefi ég bara kennt seinni hluta vetrar og flest-
ar telpurnar búnar með stykki sem kennarinn ætlaðist til
af þeim.
Ég var svo ráðin að skólanum um haustið 1930. Þá tók
Austurbæjarskólinn lil starfa og Jóhanna Þorsteinsdóttir
fór þangað til kennslu.
Nú var sú breyting orðin á að við fengum handsnúnar
saumavélar, sem var mikil framför. Fyrstu árin höfðum
við þó enga ákveðna kennslustofu svo að við urðum að
bera vélarnar á milli stofa í frímínútum.
Það hafði raunverulega ekki orðið mikil breyting á
verkefnavali en tískan í útsaumi breyst. Prufur og kodda-
ver svipuð, en nærfatnaður, skyrta og náttkjóll voru nú
úr mislitu silkilérefti og þá faldað með gatafaldi í hálsmál
og ermum, en ísaumað með flatsaumi og leggsaumi
(kontursting). Þá held ég hafi verið hætt að sauma buxur
eins og við gerðum og búið að færa skyrtu og náttkjól
niður um einn bekk hvort. Nú saumuðu telpurnar prufu
í elsta bekknum, með allt upp í 7 mismunandi stoppum
og svo einhverja útsaumsbekki eftir dugnaði og löngun.
Prufurnar voru svo merktar með krosssaumsstöfum, með
gatafaldi á endum, bryddaðar með bendlum á hliðum. Þá
þótti enn sjálfsagt að stoppa og bæta föt og sængurfatnað
og það þurftu allir að kunna. Um þetta leyti fór að bera
á því að telpurnar vildu ekki sauma þá hluti, sérstaklega
flíkurnar sem við vildum láta þær vinna, sem ekki var
undarlegt.
A þessum árum voru verksmiðjusaumuð nærföt úr
prjónasilki að koma í tísku og vildu þá allar telpur nota
það. Þar að auki urðu foreldrar að borga allt efni sem var
notað til hannyrða og gátu því neitað að kaupa efni í flík,
sem e. t. v. yrði aldrei notuð, jafnvel þó nemandinn lærði
eitthvað í saumaskap við að búa flíkina til.
Handavinna verður skyldunámsgrein árið 1936, en það
var hún raunverulega ekki áður.
Veturinn 1934—35 var frú Arnheiður Jónsdóttir ráðin
sem eftirlitskennari með handavinnu í barnaskólum. Þá
var haldinn fundur með handavinnukennurum og konum
úr Heimilisiðnaðarfél. Isl. sem alla tíð höfðu haft mikinn
áhuga á handavinnukennslu. Eftir þennan fund var svo
ákveðin námsskrá. Bærinn borgaði efni í skylduvinnu sem
frú Arnheiður sá um að kaupa. Var þetta stórt spor í
framfaraátt.
I námskránni 1936 var ákveðið að telpurnar lærðu að
prjóna og hekla, sömuleiðis að sauma bæði í höndum og
á saumavélar, telpurnar lærðu líka að hreinsa og smyrja
vélarnar.
Það var ótrúlega erfitt verk að byrja að kenna að
prjóna. Margar telpurnar höfðu ekki séð prjóna áður og
vissu ekkert hvernig átti að nota þessa hluti. Þær höfðu
að vísu heyrt talað um gamlar konur sem prjónuðu, en
þeim þótti þetta ekki vinna fyrir ungt fólk. En svo árin
1938-40 komst í tísku að prjóna peysur og aðrar flíkur í
höndum og það hefur haldist síðan, og margur átt
ánægjustundir við prjónana.
Ég kenndi við skólann þangað til hann var lagður niður
sem barnaskóli 1969. A öllum þeim tíma varð mjög lítil
breyting á vinnubrögðum, aðeins notuð önnur efni og
nýrri snið.
í eðli sínu er handavinna svipuð öld eftir öld, ætluð til
gagns og prýði. Hjálpartæki til að þroska hug og hönd
svo hver einstaklingur verði fær um að sauma eða prjóna
einfaldar flíkur og kunni skil á hvernig staðið er að því
verki og verði þar með dómbærari á gæði keyptrar vöru.
Guðrím Sigurðardóttir
HUGUR OG HÖND
41