Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 46

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 46
telpupeysa Stærð: 3^t (4—5) ára. Efni: 200 gr hvítur LÉTTLOPI frá Gefjun. Hvítur silkiborði, 110 cm 1 1/2 cm br, 170 cm 7mm br, 1 lítil tala. Prjónar: nr 4 og 5. Þensla: 13 L = 10 cm. Munstur: 1. pr x Farið í L og bregðið bandinu tvisvar um pr og dragið í gegn x. 2. pr x. Prj L sl x. Þar sem bandinu var br tvisvar um pr lengjast L. 3. og 4. pr sl. 5. pr eins og 1. pr. 6. pr x prj sl aftan í 1. L, framan í 2. L x. (Þá víxlast L). 7. og 8. pr sl. Fitjið laust upp 110 (118) L á pr nr 4. Prj 3 garða. Skiptið yfir á pr nr 5 og munstur, en á 1. munsturpr eru fyrstu 5 L prj sl, síðan settar á nælu og geymdar, prj munstur þar til 5 L eru eftir, þær eru settar á nælu og geymdar. Prj munstur þar til bolurinn mælist u. þ. b. 29 (32,5) cm. Endið á 7. mpr. Geymið bolinn. Ermar: Fitjið laust upp 20 L á pr nr 4. Prj 2 garða. Aukið nú út. Á st 3-4 ára er pr x tvisvar í 4 L, einu sinni í 5. L x (fyrst framan í, síðan aftan í L). Á st 4—5 ára er prj tvisvar í hv L. Verða þá á pr 36 (40) L. Prj 1 pr sl. Skiptið yfir á pr nr 5 og munstur. Prj þar til ermin mælist u. þ. b. 24 (27,5) cm. Endið á 7. munsturp. Setj- ið fyrstu og síðustu 4 L á nælur. Sam- einið nú ermar og bol. Er það gert á 8. munsturpr (frá röngu). Prj 21 (23) L af bol, setjið næstu 8 L á nælu, prj vinstri ermi inn í vikið prj 42 (46) L, setjið næstu 8 L á nælu, prj hægri ermina inn í vikið, prj 21 (23) L. Eru nú á pr 140 (156) L. Axlarstykki: Á því eru prj 4 munstur og er tekið úr einu sinni á 7. hv munsturpr í þrem fyrstu munstrun- um, tvisvar í fjórða, á 3. og 7. mpr. 1. úrtaka: Prj 2 L sl, 2 L sm x 5 L sl, 6. og 7. L sm x 3 (5) L sl. 2. úrtaka: Prj 2 L sl, 2 L sm x 4 L sl, 5. og 6. L sm x 2 (4) L sl. 3. úrtaka: Prj 2 L sl, 2 L sm x 3 L sl, 4. og 5. L sm x 1 (3) L sl. 4. úrtaka: x prj 2 L sl, 3. og 4. L sl sm x 0 (2) L sl. 5. úrtaka: x prj 1 L sl, 2. og 3. L sl sm x 0 (2) L sl. Eru nú á pr 40 (46) L. Prj 3 garða. Fellið laust af. Listar: L 5 sem geymdar voru eru prj með garðaprjóni á pr nr 4. Byrjið á vinstri lista. Prj listann jafn langan bolnum, en teygið örlítið listann þeg- ar hann er mældur við. Prj hægri lista og þegar 3 garðar eru eftir er gert hnappagat með því að pr 2 L, bregða bandinu um pr prj 2 L sl sm, 1 L sl. Frágangur: Ermar eru saumaðar saman og lykkjað saman undir höndum. Saumið listana við frá réttu með því að taka í borðin til skiptis. Þvoið peysuna og leggið slétta til þerris. í hálsmál er þræddur 1 1/2 cm br silkiborði í 5 umf síðasta munsturs. Mjói borðinn er þræddur í sömu munsturumf í tveim neðstu munstrum á bol. Ein tala er fest á vinstri lista, móti hnappagati. H. T. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.