Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 52
spjaldofin
barnaaxlabönd
Stærð: 2-6 ára.
Efni: Kambgarn í þrem litum. Hér
ljósbrúnt, dökkbrúnt og hvítt. Bútur
af lituðu kálfskinni 10 x 16 cm.
Slanga er rakin 175 crn löng.
Þráðafjöldinn er 4x12 = 48 þræðir.
Dregið er í spjöldin eftir meðfylgj-
andi munstri. Spjöldunum er snúið 4
sinnum frá sér og 4 sinnum að sér
þegar ofið er. Ofin lengd u. þ. b. 110
cm.
Frágangur: Skinnið er sniðið og gatað
með leðurgaffli. Gatað með töng og
skorið fyrir hnappagötum. Hankarnir
eru varpaðir þétt saman með hör-
þræði, fram og til baka (saumað eins
og krosssaumur). Síðan eru þeir
bleyttir í köldu vatni og formaðir til.
Agætt er að stinga þeim inn í hulstur
af eldspýtustokk meðan þeir eru að
þorna. Bandinu er skipt í tvennt og
gengið frá endunum að framan með
því að sauma lykkjuspor þvert fyrir
sárið, bæði á réttu og röngu. Skinnið
á bakinu er haft tvöfalt með heilli
brún að neðan, þar er hanka brugðið
í og endarnir á ofna bandinu settir á
milli. Síðan er skinnið saumað saman
með þræðispori fram og til baka, eða
tveggja nála leðursaum. Að framan
er brotið upp á böndin eftir þörfum
og tyllt niður á röngu (það má svo
færa þegar lengja þarf böndin).
Skinnhólkur er settur upp á endana
og hönkunum brugðið í lykkjuna.
Berglind Arnadóttir
c rrr t TTTTl ;
t iii t J
U_1.L. ■■rit mcitií yurirrr? ■ rJi« ■ j uu‘> ■3 a~tunnr.«:etnii>:.ra mnrjnr'xw*Mm\<m —
1 T !
2 L í firr,r M j T
x _
L “5 I won B T
• j • |
7 3 3 1]
1 !
1 ~)
52
HUGUR OG HÖND