Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 53

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 53
ofið langsjal Vefnaðargerð: Veipa. Uppistaða: Eingirni frá Gefjun, blátt nr. 42, ljós blátt nr. 43, grænt nr 45, rautt nr 47 og ljós grátt nr 28. Ivaf: Eingirni, blátt nr 42 eða sauð- svart nr 16. Veftur: 5 fyrirdrög á cm, mælt í strekktum vef. Skeið: 40/10, 1 þráður í hafaldi og 2 þræðir í tönn. Varp: 8 þræðir á cm. Breidd í skeið: 47,5 cm. Þráðafjöldi: 380. Það er mikilvægt að slá ekki fastar en hér er gefið upp til að ná mýkt í voð- ina. Hvert sjal er ofið um 160-180 cm langt, auk þess er haft um 8 cm langt kögur á báðum endum. Efnismagn. I hverri 100 g hespu af eingirni eru um 600 m. Fyrir 4 sjöl ofin þarf slangan að vera um 9 m löng. I hana fara um 2.3 hespur af bláu, 0.2 hespur af gráu, 2.4 hespur af rauðu, 0.6 hespur af grænu og 0.4 hespur af Ijós bláu, eða samtals tæpar 6 hespur. Af ívafi þarf 70-75 g í hvert sjal. Frágangur. Gengið er frá kögrinu með því að sauma með húllsaums- spori um hverja 6 þræði. Einnig væri hægt að hnýta perluhnút á 4-6 þræði saman. Ekki er nauðsynlegt að þvo sjölin strax, þó mýkjast þau aðeins við það. Þau eru pressuð slétt og e. t. v. ýfð svolítið með stífum fata- bursta. Sigríður Halldórsdóttir Rakningslisti: blátt 26 20 26 = 152 þr. grátt 2 2 = 12 þr. rautt 20 6 20 6 = 156 þr. grænt 6 6 = 36 Ijós blátt 4 4 = 24 þr. rakið 5 sinnum Samtals 380 þræðir 53

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.