Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 54

Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 54
skinnvesti Skinnvesti á 5 ára. Sjá sniðaörk. 'C Stærð: 34-38-42. Efni: Sauðskinn, 9-10 fet, (fáanlegt í Leðurvöruverslun Jóns Brynjólfs- sonar). Léreftsræma 5 1/2 x 59 - 64 - 68 cm löng. Lím, Jötungrip. Grófur hörþráður. Sýnishorn á meðfylgjandi mynd er saumað saman í vél, en innafbrot og skrautstungur í höndum, með tveggja nála leðursaum. Að sjálfsögðu má sauma allt vestið í vél, en þá verður að gæta þess að hafa sporið ekki of smátt. Sérstakar saumavélanálar fyrir skinn fást í Pfaff. Klippið út sniðin og leggið á röngu skinnsins. Best er að nota hrygg- skinnið í bakstykkið, en náraskinnið í hliðar á boðungum. Strikið með- fram sniðinu og merkið fyrir teygju. Sníðið með 1 cm saumförum. Saumið axlir og hliðar saman í vél. Límið niður saumförin. Klippið upp í saum- förin aftan á hálsmáli og í handveg- um 1/2 cm með u.þ.b. 4. cm milli- bili. Klippið úr hornum og límið nið- ur innafbrotin. Gatið fyrir saumum frá réttu með þriggja arma leður- gaffli, u. þ. b. 1/2 cm frá brún. Saumið með hörþræði og tveggja nála saum. Gatið frá röngu í merk- ingu fyrir teygju. Brjótið I cm inn af léreftsræmunni, límið hana á röng- una, þannig að hún nái 3-4 mm út fyrir götin. Gatið síðan ofan í sömu götin frá réttu. Saumið ræmuna við með tveggja nála saum að ofan og neðan. Dragið teygjuna í. Saumið síðan fyrir endana í gegn um teygj- una. Að síðustu eru saumaðar skraut- stungur á bakstykki og boðunga. H. T. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.