Hugur og hönd - 01.06.1985, Qupperneq 4
TÓVINNULIST
Fyrstu starfsár verslunar Heimilis-
iðnaðarfélagsins bárust öðru
hverju vestan af ísafirði afar fal-
legir prjónaðir gripir, hyrnur og sjöl og
stóðu stutt við. Þessi verk komu frá Þór-
dísi Egilsdóttur. Hún var fædd 1878 að
Kjóastöðum í Biskupstungum, ung
settist hún að á ísafirði með manni
sínum og bjó þar til dauðadags 1961.
Verk Þórdísar og afköst sýna að
henni hefur verið í blóð borin rík list-
hneigð. Hún mun hvorki hafa átt kost á
að ganga í handavinnu- né listaskóla,
frekar en margar aðrar ungar stúlkur af
hennar kynslóð. En á æskuheimili sínu
vandist hún tóvinnu og saumum og
þótti handbragð hennar og vinna
snemma bera af. Auk þess lærði hún, að
eigin sögn, af því að skoða. Hjá mörgu
listhneigðu fólki er sköpunarþörfin afar
sterk og krefst að fá útrás. Þórdís hlýtur
að hafa notið sín við hina fínu tóvinnu.
Hún var afar afkastamikil, þó að mikil
og seinleg vinna lægi í hverjum hlut sem
hún vann.
Hyrnur Þórdísar eru prjónaðar úr
örfínu, tvinnuðu þelbandi, stundum
4
eingöngu í sauðarlitum með mörgum
samkembdum litbrigðum. Mjög oft
notaði hún þó jurtalitað band með
sauðarlitum. Allt bandið vann Þórdís
sjálf, tók ofan af, hærði, kembdi,
spann, tvinnaði og litaði. En hún vann
ekki bara þelband. Hún hefur verið
snillingur að spinna dregið tog. Til eru
eftir hana langsjöl prjónuð úr fínu,
tvinnuðu togi, stundum öllu jurtalit-
uðu. Þessi togsjöl Þórdísar eru hrein
listaverk, áferðin silkiglj áandi, litir í
góðu samræmi og handbragðið óað-
finnanlegt.
Útsaumur Þórdísar er ekki síðri en tó-
vinna hennar. Á sýningunni „Með silf-
urbjarta nál“, sem stendur yfir í Þjóð-
minjasafni íslands (júlí-des. 1985)
gefur að líta tvær af þrem útsaumuðum
myndum eftir Þórdísi í eigu ríkisins.
Á annarri myndinni sér inn í baðstofu
á kvöldvöku. Húsbóndinn (?) les upp-
hátt við ljós frá lýsislampa, annað
heimilisfólk hefur hver sitt verk að
vinna og ýmsir búshlutir eru á sínum
stað. Á hinni myndinni er útsýni heim
að reisulegum, íslenskum sveitabæ með