Hugur og hönd - 01.06.1985, Qupperneq 15
pMSSSV:
S ■
" í il®
\ •#,!
'I
• ■ i
■l'ISIll
wm
»»»
; fy
Wm
pÉÍ|||
■I
.
mik • »ti!
. . ' • - *a
i, ■ , »
1.
DORAJUNG
AKjarvalsstöðum eru árlega milli
þrjátíu og fjörutíu listsýningar
af ýmsum toga, innlendar og er-
lendar. Þó að íslenskir listamenn sýni
þar oft einir, er heldur óalgengt að þar
gefi að líta yfirlitssýningar á verkum
einstakra erlendra listamanna, þó nafn-
togaðir séu. Enn óalgengara er, ef
slíkur listamaður hefur haslað sér völl
við vefstólinn til dæmis, í stað þess að
taka sér pensil eða meitil í hönd. Þetta
bar þó til tíðinda í vor og eini erlendi
listamaðurinn, sem íslenskum listunn-
endum gafst þannig færi á að kynnast
all-ítarlega, sameinar það að vera kona
og listhönnuður.
Dora Jung var finnsk, fædd 1906 og
dáin 1980. Nú er það svo, að finnskur
listiðnaður og iðnhönnun er orðin
heimsþekkt gæðavara. Margir hafa lagt
þar hönd á plóginn og auðvelt er að tína
fram þekkt nöfn í því sambandi, nöfn,
sem hafa borið hróður Finnlands víða.
Nafn Doru Jung er kannske ekki eins
þekkt erlendis og sumra annarra, en í
Finnlandi blandast engum hugur um,
að hún var á þessu sviði einn helsti afl-
vakinn og einn frjóasti glæðarinn. Því
var það, að Listiðnaðarsafnið í Helsinki
setti saman þessa sýningu til að lýsa ferli
hinnar merku listakonu. Sýningin hefur
farið víða í Finnlandi og er nú lögð af
stað á flakk um heiminn og þannig var
okkur Islendingum auðveldað að kynn-
ast Doru Jung. Það er sýnt að Finnum
er ljósara en okkur gildi þess að gera út
sýningar til kynningar á sínum bestu
listamönnum.
Dora Jung hafði mikil áhrif á þróun
vefnaðar í Finnlandi, og áhrifa hennar
gætir langt út fyrir landamærin. Hún
fæddist í Helsinki og ólst upp í menn-
ingarlegu umhverfi. Faðir hennar var
þekktur arkitekt svo og föðurbróðir.
Árin 1929-32 nam hún við Lista- og
handíðaskólann í Helsinki, textíldeild.
Sama ár og hún brautskráðist úr skólan-
um, stofnsetti hún sína eigin vefstofu,
sem rekin var þangað til árið eftir að
hún lést. Jafnframt starfaði hún sem
hönnuður áratugum saman fyrir helstu
fyrirtæki Finna í textíliðnaði, einkum
risafyrirtækið Tampella. Það gerði text-
ílframleiðslu þess fyrirtækis þekkta og
eftirsótta um allan heim, og það gerði
jafnframt Doru Jung fjárhagslega kleift
að reka vefstofuna alla ævi. í hálfa öld
var vefstofan við Högbergsgatan í Hels-
inki miðstöð tilrauna í vefnaði og textíl-
hönnun. Dora Jung bjó yfir óvenju
djúpri og víðtækri þekkingu á þeim
efnum, sem hún gerði listaverk sín úr.
Hún blandaði iðulega saman ólíkum
efnum og garni af djörfung og sjald-
gæfum næmleik, og notagildið gat verið
margvíslegt: veggteppi, gluggatjöld,
altarisklæði, dúkar, áklæði fyrir hátal-
ara hvað þá heldur meira. Hún bjó sér
til nýja tækni við vefinn, og sömuleiðis
var nýsköpun í því hvernig hún vann í
og úr damaski. Á stríðsárunum, þegar
erfitt var að fá efni og garn, notaði hún
jafnvel pappír í textílverk sín.
Lífsverki Doru Jung má skipta í þrjá
hluta: listvefnað, kirkjulist og iðnhönn-
un. Eins og margur góður listamaður-
inn varð Dora Jung fyrir sterkustum
áhrifum af náttúrunni, og þaðan sótti
hún stöðugt næringu og innblástur.
Þessi áhrif tókst henni að umskapa í svo
máttugar sýnir, að listvefnaður hennar
prýðir nú marga þá staði, sem Finnar
eru stoltastir af í dag, - þar má nefna
Finlandia-húsið í Helsinki, Mikael Ag-
ricola-kirkjuna, ráðhús Helsinki-
borgar, svo og erlend menningarsetur
eins og Hássélby-höll við Stokkhólm.
Þá hefur einu veggklæðanna á sýning-
unni verið valinn staður í bústað
finnska sendiherrans í Reykjavík.
Dora Jung hannaði altarisklæði,
hökla og dúka fyrir ótal kirkjur í Finn-
landi og finnskar kirkjur víða um heim.
15
HUGUR OG HÖND