Hugur og hönd - 01.06.1985, Side 23
FORN SPJALDVEFNADUR
Isýningarsal í F’jóðminjasafni íslands
liggur í glerborði dálítið safn ofinna
borða og banda. Þar á meðal eru
tveir afar forvitnilegir spjaldofnir
borðar. Þeir eru um 6 cm breiðir og
ríkulega munstraðir, hvor með sínu
móti, en þó greinilega báðir ofnir með
sömu aðferð.
Þessir borðar komu á Þjóðminja-
safnið árið 1930, festir við refilsaumað
altarisklæði, en það hafði verið sent á
Þjóðminjasafn Dana 1819. Altaris-
klæðið mun upphaflega hafa verið í
Höfðakirkju í Höfðahverfi og er til
skemmtileg munnmælasaga um tilurð
þess. Útsaumurinn sem er krossfesting-
armynd, hefur verið gerður í blátt hörlé-
reft, en það hefur slitnað. Heillegir
hlutar myndarinnar voru þá festir á
annan grunn, gulan. Um leið virðast
hafa verið saumaðir á það spjaldofnu
borðarnir tveir, samhliða við efri brún
og einn að auki að neðan. í þeirri mynd
fór altarisklæðið til Danmerkur og kom
aftur til íslands rúmri öld síðar. Árið
1959 var það sent í viðgerð til Svíþjóð-
ar. Þar var útsaumurinn festur á blátt
léreft, en efri borðarnir ekki settir á
aftur, þar sem talið var víst að þeir
hefðu ekki verið upphaflega á klæðinu.
Aftur á móti bentu ummerki til þess að
neðsti borðinn hafi fylgt því frá fyrstu
tíð og þar er hann enn.
Altarisklæðið mun vera frá fyrri hluta
16. aldar, en borðarnir eru taldir frá 15.
öld eða eldri. Hér verður engum getum
að því leitt, hversu miklu eldri þeir gætu
verið, aðeins bent á að það sem varð-
veist hefur af háþróuðum spjaldvefnaði
á Norðurlöndum er, eftir því sem ég
kemst næst, varla talið yngra en frá 13.
eða 14. öld, ef undan er skilinn tvö-
faldur spjaldvefnaður sem ofinn hefur
verið á Islandi fram til þessa dags.
Lausu borðarnir tveir af Höfðaklæð-
inu höfðu lengi vakið aðdáun mína og
löngun til að komast að leyndardómum
vefnaðarins. Vorið 1982 lét ég af því
verða að skoða þá nánar. Ég fann lausn
og óf sýnishorn sem óyggjandi höfðu
sömu vefnaðargerð og Höfðaklæðis-
borðarnir. Síðar kom í ljós að vefnaðar-
gerðin næst með fleiri örlítið mismun-
andi aðferðum, þ. e. mismunandi inn-
drætti og snúningi spjaldanna.
Borðinn sem enn er á altarisklæðinu
er einnig mjög óvenjulegur. Hann er
munstraður á miklu einfaldari hátt en
hinir borðarnir, en á þó sitthvað sam-
eiginlegt með þeim, eins og síðar kemur
fram.
Á Þjóðminjasafni hafa allir borðarnir
sömu skráningartölu og altarisklæðið
eða Þjms. 10886. Hér verða þeir að-
greindir með I fyrir dýraborðann, II
fyrir hnútaborðann og III fyrir neðsta
borðann.
Eins og áður er nefnt er sami vefn-
aður á borðum I og II, munstrin eru þó
ólík. Á borða I eru sjö hjartardýr, sem
snúa höfðum saman tvö og tvö, milli
þeirra eru stílfærð tré með tigullaga
laufi. Á einum stað eru tveir háfættir og
hálslangir fuglar í stað hjarta. Hirtirnir
eru allir eins, sömuleiðis miðja trjá-
stofnanna, að öðru leyti er ekki endur-
tekning í munstrinu. í II eru ofnir margs
konar hnútar eða bandfléttur, hakar og
krókar, sjálfstæð munstur byggð inn í
tigulform. Tiglarnir komast ekki fyrir á
breidd bandsins, svo að úr verða sex-
hyrningar. Þeir eru rúmlega 8Vi á öllu
bandinu, hver með sínu munstri. Eina
endurtekningin kemur fram í þeim
hluta sem fyllir bilið milli tiglanna.
Borði I er 6 cm breiður og 1 m að
lengd, borði II er aðeins breiðari eða 6
Vi cm og 138 cm langur. Nær allt
annað, sem segja má um þessa borða,
er þeim sameiginlegt og verður því
fjallað um þá í einu lagi hér á eftir.
Uppistaðan er fremur fínn S-tvinnað-
ur, hvítur (orðinn móleitur) togþráður
og heldur fínni sauðsvartur, einnig S-
tvinnaður. ívaf í grunni er hvítur S-
tvinnaður togþráður, aðeins fínni en sá
1. Hluti af dýraborðanum (I). Þjms. 10886
b. Ljósmynd: Halldóra Ásgeirsdóttir.
2. Hluti af hnútaborðanum (11). Þjms.
10886 b. Ljósmynd: Halldóra Ásgeirs-
dóttir.
HUGUR OG HÖND
23