Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 24

Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 24
hvíti í uppistöðu. Munsturbandi í nokkrum litum er brugðið í vefinn. Það er fínt S-spunnið eingirni, togkennt, notað þrefalt. Aðallitir eru fjórir, þeir sömu í báðum borðunum, rauður, dökkblár, milliblár og grænn. Á stöku stað eru litbrigði blá og græn. Auk þess er á nokkrum stöðum í báðum borðum gróft, gult band notað sem munstur- band, en virðist vera saumað í og má vera að víðar séu saumaðar viðgerðir. Engin merkjanleg regla er í litaskipan, ef frá er talið að hirtirnir hafa rauðan bakgrunn, allir nema einn, hann hefur dökkbláan. Áferðin eða vefnaðargerðin er þannig að vissir munsturhlutar eru ein- litir hvítir með einskeftubindingu (jafa- bindingu) þar sem tveir og tveir sam- hliða uppistöðuþræðir fylgjast að. Sauðsvörtu þræðirnir liggja óbundnir undir einskeftubindingunni. Aðrir hlutar borðanna eru (hafa verið) að mestu þaktir af brugðna munsturband- inu. Þar sem það hefur slitnað má sjá hvernig uppistöðuþræðirnir bindast. Þar er venjuleg snúruáferð sem þýðir að 3. Altarisklæðið úr Höfðakirkju eins og það var 1930. Þjrns. 10886 a. Ljósmynd: Nationalmuseet, Kaupmannahöfn. 4. a og 4. b. Rétta og ranga á smáhluta af dýraborða. Þjms. 10886 c. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson. ofið hefur verið í einfalt skil í fer- hyrndum spjöldum og þeim snúið í hvert sinn um Vi úr hring. í snúru eða gára frá hverju spjaldi koma þræðirnir í röð, hvítur, sauðsvartur, hvítur, hvítur, sauðsvartur, hvítur o. s. frv. Af því mátti ráða að aðeins 3 þræðir væru í hverju spjaldi. Milli tveggja hvítra þráða (og hvítra skálína) myndast svo- lítil dæld. Það gaf vísbendingu um hvar auða gatið var í spjöldunum. 3. Hver uppistöðuþráður liggur ofan á tveim samliggjandi fyrirdrögum eins og eðlilegt er í venjulegri snúruáferð. Með því að láta litina færast til um eitt fyrir- drag með hverju spjaldi mynda þeir samhangandi skálínur til hægri og vinstri. Munsturgerðin er öll byggð á þessum skálínum. Dökku línurnar eru mest áberandi, hverri slíkri fylgja tvær hvítar, ein hvorum megin. Munstur- bandið liggur yfir tvær samsíða hvítar 24 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.