Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 25

Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 25
5. Dregið er inn í hægri hlið á spjaldinu. Göt A og B eru í stöðu efri gata, D og C í stöðu neðri gata. A og D eru fremst, B og C aftast. Það getur verið góð hjálp í að lita hornin á spjöldunum, horn merkt sama bókstaf fá þá sama lit. í þessari stöðu, þ. e. A og B efst eiga spjöldin að vera, þegar byrjað er að snúa þeim samkvæmt neðstu línu á vinnu- skálínur, en er brugðið undir þær svörtu, sem sýna þar með stefnu skálín- anna. Á mörkum brugðinna munstur- hluta og einskeftuofinna koma í ljós tvær skálínur, hvít næst einskeftunni, sauðsvört meðfram munsturbandinu. Borðarnir eru báðir ofnir með 60 spjöldum. í jöðrum hafa verið 3 spjöld, hvert með 4 samlitum þráðum, í tveim ystu hvítir þræðir, í hinu þriðja sauð- svartir. Þeir mynda langrendur á jöðrum. Munstrið er ofið með 54 spjöldum. í þau öll eru dregnir 2 hvítir þræðir í gagnstæð horn og f sauðsvartur í annað gatið á milli þeirra, sjá inndrátt- armunstur. Þegar ég gerði mína fyrstu tilraun vís- aði trjástofninn í dýraborðanum mér leiðina. Hann er hægt að vefa, ef dregið er í spjöldin eins og 1. inndráttar- munstur sýnir og spjöldunum snúið öllum í einu í sömu átt. Með sama inn- drætti er einskeftubindingin ofin þannig, að tveim og tveim spjöldum er snúið til skiptis að og frá !4 úr hring og heyra þá saman spjöld sem dregið er inn í gagnstæðar hliðar, t. d. 3. og 4., 5. og 6., 7. og 8. o. s. frv. Best er að átta sig á í hvora áttina á að snúa með því að at- huga dökku þræðina. Þeir mega aldrei koma upp í efri götin á meðan einskefta er ofin, eru til skiptis í neðri götunum. Snúruáferðin er einnig ofin með því að snúa tveim og tveim spjöldum eins, en nú heyra þau saman sem dregið er inn í frá sömu hlið, t. d. 4. og 5., 6. og 7., 8. og 9. o. s. frv. Hér gildir eftirfar- andi regla um snúning spjaldanna: Ef dregið er inn í hægri hlið á spjöldunum og þeim snúið að sér, fœr gárinn Z-snúð og skálínur liggja til hœgri, ef þeim er snúið frá kemur S-snúður á gárann og skálínur liggja til vinstri. Pegar dregið er inn í vinstri hlið spjaldanna snýst reglan við, skálínur liggja til vinstri þegar spjöldunum er snúið að, en til hœgri ef þeim er snúið frá. Hægri og vinstri er hér miðað við vefarann. Nánari út- færsla með þessum inndrætti er sýnd á 1. vinnuteikningu fyrir smámunstur í prufuvef. Eins og minnst var á hér að framan er hægt að vefa þennan spjaldvefnað þó dregið sé inn á annan hátt en ég gerði við mína fyrstu tilraun. Árið 1982 kom út í Englandi bók um spjaldvefnað „The Techniques of Tablet Weaving“ eftir Peter Collingwood. Þessa bók eignaðist ég árið eftir. Á bls. 202-207 er fjallað um Höfðaklæðisborðana og greiningu á þeim, sem sögð er gerð af Solveigu Orstad, en hún mun vera norsk. Greining á bindingu munstur- þráða í neðsta borðanum er ekki rétt. Munsturbekki borðans er þó auðvelt að vefa með sama inndrætti og sýndur er í bókinni, sjá 3. inndráttarmunstur. Vefnaðargerð hinna borðanna er sögð ofin með því að draga inn í öll spjöldin frá sömu hlið og það er vissu- lega hægt. En það mætti einnig vefa borðana með 1. inndráttarmunstri eða með því að draga inn í annan helming spjaldanna frá vinstri og í hinn frá hægri, sbr. 2. inndráttarmunstur. Það er jafnvel hægt að vefa þá með 3. inn- dráttarmunstri, eða enn öðru. Hvaða inndráttur hefur verið notaður fyrir Höfðaklæðisborðana tel ég ekki hægt að segja um með neinni vissu. Hvað hentugast er, getur farið eftir því hvernig munstrið er upp byggt. Ef í munstrinu eru langar skálínur í sömu átt og yfirgnæfandi snúruáferð, er e. t. v. hægast að draga inn í öll spjöldin frá sömu hlið, ef munstur speglast um miðju er trúlega best að draga inn í spjöldin eins og gert er með 2. inndrátt- armunstri. Aftur á móti, ef einskeftu- bindingin er yfirgnæfandi er 3. inn- dráttarmunstur vafalítið hentugast. En hver sem inndrátturinn er, gildir sama snúningsregla fyrir snúruáferðina og lýst er hér að framan fyrir snúruáferð ofna með 1. inndráttarmunstri. Einskeftubindingin myndast með því að snúa spjöldunum að fyrir eitt fyrir- drag og frá fyrir næsta, þannig að dökku þræðirnir haldi sig í neðri götunum. Með 3. inndráttarmunstri er öllum spjöldunum snúið samtímis að og síðan frá, með 1. inndráttarmunstri er tveim og tveim spjöldum snúið til skiptis að og frá, eins og áður er lýst. Með 2. inn- dráttarmunstri næst einskeftubindingin með því að snúa til skiptis einu og einu að og frá (2 saman á miðju) og það sama gildir þegar dregið er inn í öll spjöldin frá sömu hlið. í bók Collingwood er sagt að velta þurfi öðru hvoru spjaldi um lóðréttan öxul (raðað eins og í 3. inndrm.), þar sem vefa á einskeftu, til þess að snúa þeim öllum í einu, svo er þeim velt aftur þegar vefa á snúruáferð. Að mínu áliti er þetta bæði seinlegra og flóknara en að snúa einu og einu spjaldi að og frá fyrir einskeftuna, einkum þegar munstur eru margbrotin eins og í Höfðaklæðisborðunum tveim. Ýmis- legt í lesmáli ensku bókarinnar bendir til þess, að höfundurinn hafi hvorki séð sjálfa borðana né myndir af þeim, t. d. eru borðarnir sagðir aðeins tveir, borð- inn með sikksakk munstrinu á að vera mjórri og fleira er þar sem ekki stendur heima. í borða I og II eru 7-8 fyrirdrög á hverjum cm í grunni. Munsturbandi er brugðið í vefinn eftir hvert grunnfyrir- drag þar sem það á við. Það er tekið upp innan við ystu sauðsvörtu þræðina í munsturhlutanum, lagt yfir hvíta og HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.