Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 28

Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 28
um, þ. e. hvítir þræðir í tveim ystu og rauðir í því þriðja. Munstraði hlutinn hefur verið ofinn með 45 spjöldum, allt bandið samtals með 5f spjaldi. Sjálft munstrið er frábrugðið munstrum Höfðaklæðisborðanna, að öðru leyti en því að það er byggt á skálínum eins og þau. Það minnir þó að sumu leyti á munstrið í hnútaborðan- um. Engin endurtekning er í munstrinu og litum mun raðað án nokkurrar reglu. Tvö smámunstur úr Uvdalsborðanum eru með í prufuvef mínum. Þriðji Höfðaklæðisborðinn, III, er einnig mjög sérstakur, en þó afar frá- brugðinn borðum I og II í útliti. Hann er langröndóttur þar sem skiptast á rendur með venjulegri snúruáferð og rendur með samskonar jafabindingu og í hinum borðunum. Á jafagrunninum mynda bláir uppistöðuþræðir einfalt sikksakk munstur eða krákustíg. Borðinn er mjög slitinn báðum megin, auk þess sem litir renna saman, einkum í munsturbekkjum. Það var því fremur óhægt um vik að greina hann. Lengdin er 125 cm, breiddin misjöfn, 8,8-10,2 cm. Uppistaðan er nokkuð misgróf, S-tvinnuð í 5 litum, hvít (orðin móleit), blá, rauðbrún, dökkbrún og grænbrún í nokkrum litbrigðum. ívafið hefur verið hvítt. Þráðurinn erglanslít- ill eða glanslaus. Hann er spunninn úr grófum, mjög stífum hárum (trefjum?) sem brjóta af sér snúðinn, einkum á þetta við um þann hvíta og grænbrúna. Hvort hér er um gróft tog eða ein- hverjar aðrar spunatrefjar (hamp?) að ræða verður ekki sagt með neinni vissu, fyrr en farið hefur fram nákvæmari at- hugun. Blái munsturþráðurinn, sem einnig er í nokkrum gárum, er með hvítum yrjum líkt og hann hafi ekki tekið fullkomlega við litnum. Borðinn virðist ofinn með 66 eða 67 spjöldum. Ekki er hægt að ákveða það nákvæmar, vegna þess hve jaðrar eru slitnir. Við efri jaðarinn má þó greina á einum stað tvo dökkbrúna gára, en við neðri jaðarinn eru aðeins smáleifar þráða í sama lit. í jöðrum hafa því verið eitt eða tvö spjöld með dökkbrúnum þráðum. Að öðru leyti eru þrjár rendur með snúruáferð, ofnar með 12,13 og 14 spjöldum. Fjórir samlitir þræðir voru í hverju spjaldi, en tveir og þrír litir í hverri rönd. Litum er raðað óreglulega, sömuleiðis hvort dregið var inn í hægri eða vinstri hlið. Munsturbekkirnir eru fjórir. Tveir litir eru í jafagrunninum, ýmist hvítur og grænbrúnn saman í spjaldi eða hvítur og rauðbrúnn. í neðsta bekknum sýnist mér þó vera einn grunnlitur, lík- lega hvítur. Munsturþræðirnir eru bláir í öllum bekkjunum. Þeir liggja á réttu ofan á þrem samliggjandi fyrirdrögum og mynda þannig, eins og áður segir, einfalt sikksakk munstur eða krákustíg. Á hluta bandsins eru bláu línurnar tvö- faldar. Á röngu liggja munsturþræðirn- ir óbundnir. Hver munsturrönd hefur verið ofin með 6 spjöldum, 3 þræðir í 3 litum í hverju spjaldi, grunnþræðirnir dregnir í gagnstæð göt, sá blái í annað gatið á milli þeirra. Inndráttur í þessi spjöld er því eins og í borðum I og II, þar sem blái þráðurinn samsvarar þeim sauðsvarta. ívafið er tvöfalt í rúmlega helmingi bandsins, þar eru 4,2 fyrirdrög á cm, en þar sem ofið er með einföldu eru 5 fyrir- drög á cm. í röndum með snúruáferð sést að snúningi spjaldanna hefur verið breytt á fjórum stöðum. Þvert yfir borðann út við endann vinstra megin eru fest tvö snúrubönd með um 8 cm millibili. Þau eru 1,5 og 1,8 cm breið, ofin í hluta af uppistöðu borðans með 9 og 11 spjöldum. Við efri jaðarinn, milli þverband- anna, er saumuð mórauð fjórflétta um 0,5 cm breið. 9. Spjaldofínn borði frá Uvdalskirkju í Noregi. Ljósmynd: Norsk Folkemus- eum. 10. Prufuvefir höfundar. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson. 3 O 'nT’’ 28 10. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.