Hugur og hönd - 01.06.1985, Side 44
HEIMILISIÐNADARSKOLINN
Aþessu hausti, 1985, hófst 7.
skólaár Heimilisiðnaðarskól-
ans. Skólastarfið og skipulag
þess er komið í nokkuð fast form, þó
ekki svo að góðum hugmyndum um
breytta skipan sé ýtt til hliðar. í Heimil-
isiðnaðarskólanum, sem í öðrum
skólum, er stöðug þörf fyrir endurmat
og endurnýjun.
Á síðastliðnum vetri voru haldin
samtals 47 námskeið sem sótt voru af
um 380 nemendum. Þá varð nokkur
samdráttur hjá skólanum, sem rekja
mætti til ýmissa þátta. Um sama leyti og
skólastarfið hófst skall á langvarandi,
mjög víðtækt verkfall. Vaxandi dýrtíð
og þröngur fjárhagur sögðu einnig
greinilega til sín. Jafnframt veitti sí-
aukið framboð hvers konar námskeiða
óbeina samkeppni og gerir enn.
í ár eru fyrirhuguð 47 námskeið.
Dagnámskeið og dagleg kennsla verður
engin, þar sem reynslan sýnir að þau
námskeið eru ekki sótt. Fleiri námskeið
verða á laugardögum en áður. Jóla-
föndurnámskeiðin verða að öllum lík-
indum alveg tekin af dagskrá. Af nýju
námsefni er helst að nefna tvær gamlar,
íslenskar útsaumsaðferðir, blómst-
1.
ursaum og skatteringu, sem kenndar
verða á einu námskeiði sem hefst í janú-
ar. Kennarar eru nú 15 talsins, auk
skólastjóra.
Framtíðaráform um rekstur Heimil-
isiðnaðarskólans eru þau, að reka hann
þannig að nemendur greiði laun
kennara, viðhald áhalda og efni, en
með framlagi frá ríki, borg og Heimilis-
iðnaðarfélaginu verði greiddur annar
kostnaður. Með því móti mætti lækka
kennslugjöldin og lengja námskeiðin.
Fram til þessa hefur kostnaðinum verið
haldið niðri með því að hafa nám-
skeiðin stutt. Þetta hefur að nokkru
leyti staðið skólanum fyrir þrifum. Með
lengingu námskeiðanna mætti veita
heilsteyptara nám, dýpri þekkingu og
meiri þjálfun. En þessi áform eiga því
miður enn langt í land.
Samkvæmt breyttum lögum Heimil-
isiðnaðarfélagsins frá 1983 sitja nú 5
menn í skólanefnd. Þeir eru eftir aðal-
fund 1985 Elínbjört Jónsdóttir formað-
ur, Elsa E. Guðjónsson, Hildur Sigurð-
ardóttir og Þórir Sigurðsson kjörin á
aðalfundi, og Ingibjörg Þorvaldsdóttir
fulltrúi kennara kosin á kennarafundi.
Reglugerð skólans er í endurskoðun hjá
nefnd skipaðri af stjórn Heimilisiðnað-
arfélagsins.
Sigríður Halldórsdóttir
1. Tuskubrúður saumaðar á námskeiði í
Heimilisiðnaðarskólanum. Ljósmynd:
Tryggvi P. Friðriksson.
NÁMSKEIÐ HEIMILISIÐN AÐARSKÓLANS VETURINN 1985-1986
Prjón 3. Vefnaðurf. börn 1. febr. -22. maí
1. Sokkarogvettlingar 13. jan. -1 0. febr. 4. Myndvefnaður 10. sept. -29. okt.
2. Hyrnurogsjöl 17. febr.-17. mars 5. Myndvefnaður 12. nóv. -21. jan.
3. Prjóntækni 9. sept.-14. okt. 6. Myndvefnaður 11. mars- 13. maí
4. Prjóntækni 24. okt. -28. nóv. 7. Vefnaðurf. byrjendur 4. sept. -23. okt.
5. Dúkaprjón 28. okt. -25. nóv. 8. Vefnaðurf. byrjendur 13. nóv.-16. jan.
6. Dúkaprjón 7. apríl-5. maí 9. Vefnaðurf. byrjendur 22. jan. - 12. mars
10. Vefnaðurf. byrjendur 17. mars-19. maí
Saumur 11. Spjaldvefnaður 17. okt. -5. des.
1. Bótasaumur 1. okt. -19. nóv. 12. Fótvefnaður og brugðin
2. Bótasaumur 28. jan.-18.mars bönd 23. jan. - 13. mars
3. Tuskubrúðugerð 1. okt.-22. okt. 13. Vefnaðarfræði 16. sept.-2. des.
4. Tuskubrúðugerð 29. okt. -19. nóv. 14. Vefnaðarfræði 13. jan. - 14. apríl
5. Tuskubrúðugerð 28. jan. -18. febr.
6. Tuskubrúðugerð 25. febr. -18. mars Ýmis námskeið
7. Blómstursaumur 1. Tóvinna 28. jan. -4. mars
og skattering 22. jan. -19. febr. 2. Leðursmíði 5. okt. —23. nóv.
8. Frjálsútsaumur 5. mars- 16. apríl 3. Leðursmíði 1. febr.-22. mars
9. Fatasaumstækni 9. okt.-6. nóv. 4. Jurtalitun 10. febr. -6. mars
10. Baldýring 21. okt. -9. des. 5. Knipl 19.okt.-7.des.
11. Þjóðbúningasaumur 18. okt. -6. des. 6. Knipl 15. febr. -12. apríl
12. Þjóðbúningasaumur 31. jan. -21. mars 7. Munsturgerð 5. sept.-lO. okt.
13. Þjóðbúningasaumur 5. apríl-24. maí 8. Tauþrykk 8. okt. -12. nóv.
9. Tauþrykk 4. mars-22. apríl
10. Útskurður 23. sept. -21. okt.
11. Útskurður 30. okt. -27. nóv.
Vefnaður 12. Útskurður 8. jan. -5. febr.
1. Aðsetjauppvef 30. okt. -11. nóv. 13. Útskurður 7. apríl-5. maí
2. Vefnaðurf. börn 5. okt.-23. nóv. 14. Útskurður 24. jan. -16. maí
44
HUGUR OG HÖND