Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 6
hafnar með fyrstu ferð Dronning Alexandrine eftir stríð. Þar dvöldu þau í eitt ár. Jón notaði tímann vel, hann var bæði í dags- og kvöldskóla og einnig lærði hann leirmótun hjá skóla- bróður þeirra Sigurjóns og Tove Ólafsson. Einn skólabróðir Jóns bjó til leikbrúður og hafði lítið brúðu- leikhús heima hjá sér. Jón kynntist þessum manni og það var hann sem fyrst vakti áhuga Jóns á leikbrúðugerð og leik- brúðusýningum. Smám saman byrjaði Jón að viða að sér fróð- leik um þessa hluti og fór sjálfur að reyna fyrir sér á þessu sviði. Um 1950 var Jón E. Guðmunds- son ákveðinn í að stofna brúðu- leikhús, hann vann að þeirri á- ætlun í fjögur ár, í mörg horn þurfti að líta. Árið 1954 rættist draumur Jóns, þá stofnaði hann „íslenska brúðuleikhúsið". Það tók til starfa sama ár og á því 40 ára starfsafmæli á næsta ári. „Is- lenska brúðuleikhúsið" hefur lengstan samfelldan feril brúðu- leikhúsa á íslandi og Jón E. Guðmundsson er því frumkvöð- ull á því listasviði hér á landi, þó hér hafi einstakar leikbrúðusýn- ingar verið settar upp áður. Mörg sumur fór Jón með brúðuleikhús sitt út á land og sýndi í þorpum og bæjum við miklar vinsældir. Eftir að leikhúsið fékk sinn fasta samastað hefur slíkum ferðum fækkað. í Reykjavík og nágrenni var leikhúsið um árabil með úti- sýningar á barnaleikvöllum á sumrum. Nú koma flest börn á barnaheimilunum í borginni í reglulegar heimsóknir í „íslenska brúðuleikhúsið“. Þar er gaman að fylgjast með gleði þeirra og innlifun þegar þau horfa, eins og bergnumin, á strengbrúðurnar leika listir sínar. í brúðuleikhúsi fléttast margar listgreinar saman. Það þarf mikla skipulagningu, fjölþætta hæfi- leika og mikla vinnu til að setja upp brúðuleik. Frá upphafi „ís- lenska brúðuleikhússins" hefur Jón yfirleitt haft samstarf við at- vinnuleikara um lestur texta leikritanna. Til að leikbrúðusýn- ing heppnist þarf brúðustjórn- andinn að ná öruggum tökum á öllum hreyfingum brúðanna, líka í smáatriðum, þar má ekkert út af bera. Allt þarf að samhæfa, texta, tónlist og hreyfingar. Það eru mörg og fjölþætt verk sem inna þarf af hendi þegar strengbrúðuleikriti er komið upp. Eftir að leikrit hefur verið valið þarf Jón að úthugsa og teikna brúðurnar, leiksvið og allt sem því tilheyrir. Þá þarf að velja leikara til að fara með texta, velja tónlist, leikhljóð o.s. frv. Höfuð leikbrúðu má gera með ýmsum hætti. Áður fyrr var það oftast gert úr viði eða papp- írsmassa, en nú eru þau algeng- ust úr sjálfharðnandi leir og viði. Jón sker leikbrúðuhöfuðin oftast úr birki. Hann er snillingur í að ná fram sterkum andlitsdráttum sem leggja áherslu á hlutverk hverrar brúðu. Ef brúðan á að leika að hún tali þarf hakan að vera laustengd, þannig að hún sé hreyfanleg. Augu eru búin til með ýmsurn hætti og tennur 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.