Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 46
Myndvefhaður. Æft fyrir skuggaleikhús.
Sumarnámskeið fyrir börn
Sumarið 1991 hélt Heimilisiðn-
aðarskólinn sitt fyrsta sumar-
námskeið fyrir börn á aldrinum
8-11 ára. Undirbúningsvinnan var
skemmtileg og verður kennurum
skólans sem tóku þátt seint nóg-
samlega þakkað. Hugmyndin
leiddi til umræðu um tilgang
sumarnámskeiða, uppbyggingu,
markmið, þarfir og getu mis-
munandi aldurshópa, tímalengd
námskeiða og áfram mætti telja.
Peningar urðu að vera með í
umræðunni og sótti skólinn um
styrk til borgarinnar til að standa
meðal annars undir efniskostnaði
en hann er mikill miðað við flest
námskeið á vegum annarra fé-
laga. Þegar komið var að skrán-
ingu vissum við ekki við hverju
mátti búast. Var áhugi fyrir
þessu, náðum við til barnanna
eða foreldra? Við vorum ekki
lengi að velkjast í vafa, síminn
þagnaði ekki og eftir að nám-
skeiðið hófst var svo mikið líf í
húsinu að enginn þurfti að setj-
ast niður og ræða hvort vel hefði
tekist. Þegar þriðja sumarið er
liðið er ánægjan söm en um-
ræðan enn í gangi. Við efumst
ekkert um það sem við erum að
gera, en alltaf má breyta og
bæta. Sumarnámskeiðið (ein-
ungis eitt er haldið hvert sumar
vegna sumarleyfa kennara) fer
fram fyrstu tvær vikurnar í júní.
Námskeiðið stendur yfir frá kl.
10-16, en boðið er upp á gæslu
í klukkutíma fyrir og eftir dag-
skrá. Börnin koma með nesti
og í hádeginu er borðað ýmist
inni eða úti ef veður leyfir. Á
námskeiðinu eru 25-30 börn og
eru þau í 5 hópum. Hóparnir
haldast óbreyttir þessar tvær
vikur, þannig að börnin kynnast
vel innbyrðis. Vinnan inni er
bæði gefandi og skapandi, því 5
eða 6 börn og 1 kennari geta
fleira en orð fá lýst. Útkoman
talar sínu máli: þæfðir boltar,
hattar og púðar, stjörnukíkir,
grímur, körfur, kort, leikbrúður,
fuglahús og fleira og fleira. Von-
andi getur skólinn haldið áfram
á sömu braut.
Birna Kristjánsdóttir
skólastjóri
46
HUGUROG HÖND