Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 45
Norrænt heimilisiðnaðarmót í Pargds í Finnlandi Á liðnu sumri, nánar tiltekið dagana 11.- 17. júlí 1993, flugum við undirritaðar frá íslandi til Stokk- hólms, sigldum til Ábo og ókum til Pargas, sem er 23 km frá Ábo, á leið á Norrænt heimilisiðnaðarmót en þau hafa verið haldin á hverju sumri síðan 1984, til skiptis á Norðurlöndunum. Að þessu sinni voru þátttakendur 104, þar af 9 börn: 37 Norðmenn, 20 Svíar, 10 Danir, 8 Færey- ingar, 2 íslendingar, 26 Finnar og 1 frá Þýskalandi. Mótið var haldið í Fiskeldisskólanum í smábæn- um Pargas í finnska skerjagarðinum. Margt var í boði og skal talið það helsta: finnsk brauðgerð, körfugerð úr sefi, gufubaðsvendir og sópar gerðir úr hrísi, sleifar telgdar og öskjur gerðar úr tré, leðurvinna, eggskreyting, skartgripasmíð o.fl. úr málmi, skip smíðað í flösku. Af textílvinnu má nefna vefnað auk hekls þess sem tíðkað er við gerð Korsnás-peysunnar frægu sem er hekluð og prjónuð í mörgum litum. Loks er að geta hvítsaums sem nú er mikið í tísku. Velja átti tvö viðfangsefni og var tímanum skipt jafnt á milli þeirra. Við völdum hvítsaum og leðurgerð og var mjög áhugavert að sjá að hinn gamli hvítsaumur er kominn fram í dagsljósið á ný og lærdómsríkt að vinna undir leiðsögn Kaju Thylin sem sýndi fram á að hægt væri að búa til fallega og nútímalega hluti með þessari gömlu aðferð. í leðurvinnunni voru búnir til ýmsir smáhlutir svo sem hnífa- og gler- augnahulstur, veski, belti o.fl. undir leiðsögn Maritu Kulvik. Ýmislegt var farið til skemmtunar og fróðleiks á kvöldin. Á þriðjudagskvöldið var móttaka hjá borgarstjóranum í Pargas í nýju ráðhúsi. Sagði hann okkur frá staðnum og því markverðasta, einnig skoðuðum við verslun og verkstæði heimilisiðnað- arfélagsins Gullkrona. Farið var í siglingu um skerjagarðinn og borðuð fiskisúpa á eyjunni Pensar, einnig skoðuðum við Norðmaðurinn Odd Hiim bakar finnskt brauð. kalknámurnar, gamla grásteinskirkju frá 1365 og hlýddum þar á söng og orgelleik. Mótið var mjög skemmtilegt og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Það er mjög áhugavert að hitta svona margt fólk sem allt hefur áhuga á heimilisiðnaði í ýmsum myndum, og skiptast á skoðunum og þekkingu. Hildur Sigurðardóttir Sigrún Axelsdóttir Ljósmynd Sigrún Axelsdóttir. GALLERÍ ÚMBRA Amtmannsstíg 1 Guðný Magnúsdóttir LEIRLIST Opið þriðjudaga - laugardaga kl. 13-18. " Opið sunnudaga kl. 14-18. Sírni: 9L28889 ÁS LEIRSMIÐJA KERAMIK Ási, 270 Mosfellsbæ Sími: 91-667557 Heimasími: 91-666657 VINNUSTOFA RÚNU GÍSLADÓTTUR Látraströnd 26 170 Seltjamamesi GALLERÍ M YNDLIST ARKENN S L A Opið eftir samkomulagi. Sími: 91-611525 HUGUROG HÖND 45

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.